Hvað gerir þú?

Hvað gerir þú?

Í febrúar fór ég af stað með einstaklingsráðgjöfina Leiðina að hjartanu eftir að hafa verið með fjölmörg námskeið síðustu ár og gefið út Hamingjubók sem er gott verkfæri að hafa á ferðalaginu sem Leiðin að hjartanu er. Það má með sanni segja að síðustu mánuðir hafa verið ótrúlega annasamir og krefjandi en á sama tíma [...]

Paradís á pallinum

Paradís á pallinum

Nú eru liðin átta ár síðan við fluttum í dásamlega húsið okkar sem við höfum verið að gera upp, skref fyrir skref og erum ekki búin enn....ég spái því að þetta muni taka 10 ár þar til við tökum hlé á framkvæmdum! Það gleður okkur hins vegar óendanlega mikið að pallurinn sem við byrjuðum að [...]

Leiðin að hjartanu – ráðgjöf

Leiðin að hjartanu – ráðgjöf

Bjargey Ingólfsdóttir B.A. félagsráðgjöf frá Háskóla Íslands Craniosacral Therapy hjá Upledger á Íslandi EASO ECPO Patient Council Síðastliðin þrjú ár hef ég haldið fjölda fyrirlestra um mína vegferð í átt að betri heilsu og líðan. Ég hef haldið sjálfstyrkingarnámskeið innanlands og utan þar sem ég fór með hópa af konum í endurnærandi heilsuferðir. Ég gaf [...]

Áramótaborð

Áramótaborð

Í samstarfi við Partýbúðina skreytti ég áramótaborð heima og ég ætla að sýna ykkur hvernig ég sé skreytingarnar fyrir mér í ár. Við fjölskyldan verðum heima um áramótin og bjóðum nánustu fjölskyldu til okkar. Það er alltaf gaman að skreyta fallega fyrir gamlárskvöld og þó við verðum ekki mörg þá langar mig að skapa skemmtilega [...]

Hugmyndir að innpökkun

Hugmyndir að innpökkun

Ég veit fátt notalegra en að sitja við borðstofuborðið að kvöldi með kertaljós og pakka inn jólagjöfum. Ég elska að velja pappír, borða og skraut og setja saman það sem mér þykir fallegt. Í samstarfi við Garðheima ætla ég að gefa ykkur nokkrar hugmyndir að innpökkun, en allt efni sem ég nota hér fæst í [...]

Heimatilbúnar gjafir

Heimatilbúnar gjafir

Ég elska heimatilbúnar gjafir, það er svo gaman að dúlla sér við að búa eitthvað til heima og setja smá ást og kærleika með! Síðustu daga og vikur erum við auðvitað öll búin að vera meira en minna heima og ég hef notað tímann í að pakka inn jólagjöfum, setja upp smá jólaljós og búa [...]

Stofan heima

Stofan heima

Við erum búin að vera í smá framkvæmdum heima síðan snemma í haust, en þegar við vorum búin að mála svefnherbergið fórum við beint í að mála stofuna og setja inn ný húsgögn. Ég hef verið að sýna frá ferlinu á INSTAGRAM - BJARGEYOGCO og þar er hægt að sjá myndbönd og myndir af ferlinu [...]

Dimmt og hljótt…

Dimmt og hljótt…

Svefnherbergið er sá staður á heimilinu sem ég vil hafa afslappaðan og alls ekki mikið af hlutum þar inni. Ég vil hafa veggina dökka og einfalda litapallettu sem skapar notalegt andrúmsloft. Við erum búin að hafa dökkan lit í svefnherberginu í rúm tvö ár og eftir að hafa prófað að vera með dökkan lit viljum [...]

Draumur á bleiku skýi

Draumur á bleiku skýi

Það er langt síðan að ég fékk að gera eitthvað ofurkrúttlegt á mínu heimili þar sem börnin eru orðin sjálfstæðir unglingar með sín eigin herbergi sem ég fæ skiljanlega ekki að stílisera eða raða í. Það var því auðvelt fyrir mig að segja já við því spennandi verkefni að aðstoða við hugmyndavinnu og listræna ráðgjöf [...]