Marengs með saltkringlum og karamellu

Marengs með saltkringlum og karamellu

Ég ákvað að prófa mig áfram með nýja uppskrift í vikunni, en tilefnið var fyrsti saumaklúbbur vetrarins. Ég var lengi búin að hugsa um að búa til eitthvað gott úr nýja súkkulaðinu frá Nóa Síríus með saltkringlum og sjávarsalti en það er alveg hrikalega gott! Þessi terta er mjög ljúffeng og fékk 5 stjörnur frá [...]

Heimalagað múslí

Heimalagað múslí

Ég held að við könnumst öll við það að hafa lítinn tíma á morgnanna þegar það þarf að koma öllum út í skóla og vinnu á réttum tíma. Mér finnst æðislegt að fá mér þennan einfalda morgunverð, gríska jógúrt með heimagerðu múslí og eplum þegar ég hef ekki mikinn tíma. Ég græja yfirleitt múslí fyrir [...]

Humarsalat í hvítvíns- og eplasósu

Humarsalat í hvítvíns- og eplasósu

Ég átti alltaf eftir að setja uppskriftina góðu að Humarsalatinu með hvítvíns- og eplasósunni hérna inn á bloggið en ég gaf þessa uppskrift í sjónvarpsþættinum Fasteignir og heimili á Hringbraut fyrr í sumar þegar hún Sjöfn kom og heimsótti mig á pallinn í sól og blíðu. Hér getið þið horft á þáttinn í heild sinni: [...]

Konfekt ísterta

Konfekt ísterta

Það er alltaf gaman að hafa ljúffengan eftirrétt eftir góða máltíð og eitt af því sem mér finnst mjög skemmtilegt að bera á borð um hátíðar og á öðrum tyllidögum eru ístertur. Þær eru hinn fullkomni eftirréttur. Ístertan sem ég ætla að gefa ykkur uppskrift af núna er sæt og mjög ljúffeng en þegar ég [...]

Ostabollur

Ostabollur

Ég hugsa að ég hafi aldrei bakað jafn mikið og á síðustu vikum, þar sem við fjölskyldan erum eins og aðrir landsmenn heima í samkomubanni. Það er nóg að gera hjá okkur, börnin þurfa að sinna sínu námi að heiman og við foreldrarnir vinnu. Það gerir þó daginn skemmtilegri að baka eitthvað og við höfum [...]

Páskadraumur

Páskadraumur

Undanfarna morgna hef ég vaknað við fuglasöng og það að herbergið fyllist af morgunbirtunni sem gleður hjartað mitt óendanlega mikið eftir langan og harðan vetur. Vorið er á næsta leyti og páskarnir handan við hornið. Við krakkarnir erum heima þessa dagana, það er verkfall í skólanum þeirra og við lærum heima og finnum okkur eitthvað skemmtilegt [...]

Kalkúnabringa með Brie osti, trönuberjum og pekanhnetum

Kalkúnabringa með Brie osti, trönuberjum og pekanhnetum

Í ár ákvað ég að prófa eitthvað alveg nýtt og bauð vinkonum mínum í saumaklúbbnum upp á kalkúnabringu borna fram með eplum, trönuberjum, pekanhnetum og salati. Ég bakaði Jóla Brie ost með hlynsírópi og pekanhnetum sem hægt var að borða með kalkúnabringunni eða setja á súrdeigssnittubrauð sem ég hafði til hliðar. Það er mjög einfalt [...]

Ljúfur og litríkur morgunverður

Ljúfur og litríkur morgunverður

Fyrir marga er morgunverðurinn mikilvægasta máltíð dagsins. Um helgar og á frídögum finnst okkur fjölskyldunni skemmtilegt að borða saman morgunverð þó hann sé kannski frekar nær hádegi þegar maður hefur sofið aðeins út. Um helgina fengum við okkur ljúffengan og litríkan morgunverð og ég ætla að deila með ykkur nokkrum myndum og hugmyndum af því [...]

Bolludagur!

Bolludagur!

Nú er Bolludagurinn á mánudaginn næsta en þar sem við Íslendingar tökum allt með trompi má segja að hin árlega Bolludagshelgi sé framundan. Við höfum alltaf haldið upp á Bolludaginn og fengið okkur nokkrar bollur, en vatnsdeigsbollur eru í uppáhaldi hjá okkur fjölskyldunni og þá þessar klassísku með rjóma, sultu og súkkulaði. Það er svo [...]