Draumabók

Draumabók er fyrir alla sem láta sig dreyma og vilja sjá drauma sína verða að veruleika.

IMG_4946

Í Draumabók er pláss fyrir alla þína drauma og hugmyndir, auðar blaðsíður til þess að fylla af skemmtilegum og spennandi draumum sem þú vilt að rætist.

IMG_4923 copy

Með Draumabók getur þú séð draumana þína fyrir þér myndrænt með því að líma inn á auðu síðurnar ljósmyndir og úrklippur af því sem þig dreymir um.

Þegar við sjáum draumana okkar fyrir okkur myndrænt er auðveldara að trúa því að þeir geti ræst og þegar við trúum því að draumar okkar geti ræst eru meiri líkur á að þeir muni rætast!

IMG_4519

Í Draumabók eru líka skemmtilegir listar þar sem þú getur skrifað niður þína drauma. Láttu þig dreyma og skrifaðu niður Draumalistann þinn!

370D7714-3EDE-49E0-8D97-0F53C4FBF965

Til dæmis getur þú skrifað niður þá staði eða lönd sem þig dreymir um að ferðast til…

IMG_4592

Síðan getur þú límt inn á auðu síðurnar myndir af þeim stöðum sem þig langar að ferðast til og búið til í huganum þitt draumafrí eða ferðalag.

IMG_4489

Með Draumabók fylgja límmiðar með íslenskum orðum og setningum sem þú getur límt inn við myndir eða texta og skreytt að vild.

IMG_4877 copy

Þú getur síðan að sjálfsögðu límt allskonar límmiða inn í bókina og skreytt hana að vild!

IMG_4939

 Þú getur litað, teiknað og málað á auðu blaðsíðurnar, leyfðu hugmyndafluginu að ráða för!

IMG_4892

Draumabók getur varðveitt dýrmætar minningar, en þú getur notað hana sem minningabók þar sem þú getur skrifað niður góðar minningar og sett inn ljósmyndir.

IMG_4506

Í Draumabók getur þú líka skráð niður nýja hluti sem þig langar til að prófa, teiknað upp hugmyndir og skrifað niður hugleiðingar.

Draumabók er í stærð A5, prentuð á hágæða pappír með þykku kartoni á forsíðu og bakhlið. Svört forsíða með fallegri gyllingu.

IMG_4923 copy

Draumabók fæst í verslunum Lín Design á Smáratorgi, í Kringlunni og á Glerártorgi Akureyri.

Þú getur líka pantað Draumabók í vefverslun Bjargey & Co. og fengið senda heim:

DRAUMABÓK

Mundu að enginn draumur er of stór og draumar geta ræst ef þú trúir á þá!

Undirskrift Bjargey

 

 

Leave a Reply

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s