Fermingarblað Morgunblaðsins

Fermingarblað Morgunblaðsins

Í Fermingarblaði Morgunblaðsins sem kom út á dögunum birtist viðtal við mig um fermingarundirbúning og veisluhöld. Hægt er að skoða PDF útgáfu blaðsins hér: Fermingarblað Morgunblaðsins 2020  Fyrir ykkur sem hafið áhuga á að lesa viðtalið þá er það í heild sinni hér: Hvað starfar þú við í dag? Ég starfa sjálfstætt við heimasíðuna mína [...]

Draumur í fermingargjöf!

Draumur í fermingargjöf!

Í samstarfi við Lín Design hef ég sett saman Draumapakka sem er falleg fermingargjöf og hentar fyrir bæði kynin og gefur falleg skilaboð til fermingarbarnsins. Í Draumapakkanum er nýjasta bókin mín, Draumabók ásamt fallegu rúmfötunum - Megi draumar þínir rætast - frá Lín Design. Megi draumar þínir rætast eru falleg rúmföt með áletrun sem er [...]

Draumabók

Draumabók

Draumabók er fyrir alla sem láta sig dreyma og vilja sjá drauma sína verða að veruleika. Í Draumabók er pláss fyrir alla þína drauma og hugmyndir, auðar blaðsíður til þess að fylla af skemmtilegum og spennandi draumum sem þú vilt að rætist. Með Draumabók getur þú séð draumana þína fyrir þér myndrænt með því að [...]

Tékklisti fyrir fermingu

Tékklisti fyrir fermingu

Nú fer að líða að fermingum og margir að skipuleggja og leita að hugmyndum fyrir stóra daginn. Fyrir tveimur árum fermdist Bryndís Inga elsta dóttir okkar og við héldum fermingarveislu í sal og buðum upp á snittur, smárétti og kökuhlaðborð. Fermingardagurinn hennar var yndislegur og veislan mjög skemmtileg. Það er ekki langt í næstu fermingu [...]

Hugmyndir fyrir veisluna

Hugmyndir fyrir veisluna

Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á því að skipuleggja og halda veislur, enda finnst mér fátt skemmtilegra en að bjóða góðum gestum heim og eiga með þeim notalega stund. Það er að mörgu að huga þegar góða veislu gjöra skal en aðalmálið er auðvitað að eiga skemmtilega stund með fólkinu sínu og gestum. Veislur [...]

Afmæli með bleikum rósum og gylltu skrauti

Afmæli með bleikum rósum og gylltu skrauti

Við vorum með afmælisveislu um helgina fyrir Hrafnhildi okkar en hún varð 12 ára í byrjun janúar á sama tíma og við vorum að koma heim frá Orlando svo við ákváðum að bíða aðeins með veisluhöldin á meðan lífið var að komast í rútínu eftir ferðalagið. Daman óskaði eftir vanilluköku með vanillukremi svo ég bakaði [...]

Besti heiti brauðrétturinn í veisluna!

Besti heiti brauðrétturinn í veisluna!

Það er fátt betra en klassískur heitur brauðréttur en mamma gerði þennan brauðrétt mjög oft í afmælum og veislum svo uppskriftin er komin frá henni. Í afmælisveislum geri ég alltaf tvöfalda uppskrift og set í tvö eldföst mót og ef veislan er stór geri ég alveg fjórfalda uppskrift því þessi réttur klárast alltaf fyrst í [...]

Ferming Bryndísar Ingu

Ferming Bryndísar Ingu

Yndislega dóttir okkar, Bryndís Inga fermdist í Kópavogskirkju á Pálmasunnudag og ég get með sanni sagt að dagurinn var dásamlegur í alla staði. Ég skil reyndar ekki hvernig tíminn getur liðið svona hratt, en mér finnst eins og ég hafi haldið á henni nýfæddri í fyrrdag eða í mesta lagi fyrir svona tveimur árum! En [...]