Pallurinn tekinn í gegn

SAMSTARFSLIPPFÉLAGIÐ

Fyrsta vorverkið á heimilinu var að taka pallinn í gegn, en við erum búin að láta hann veðrast í tvö ár og því kominn tími til á að bera á hann.

Við byrjuðum á því að þrífa pallinn vel og vandlega en það er mikilvægt skref í ferlinu áður en viðarvörn er borin á viðinn.

Allt efni, áhöld og verkfæri sem við notuðum í verkið fást í Slippfélaginu.

Við byrjuðum á því að skola af pallinum með vatni og háþrýstidælu. Síðan bárum við efnið TIKKURILA HOMEENPOISTO með lágþrýstidælu á þau svæði sem óhreinindi höfðu safnast fyrir.

Efnið leysir upp óhreinindi, sveppagró og myglu sem getur safnast fyrir þar sem raki er mikill eins og í kringum heita pottinn. Við leyfðum efninu að vinna á rökum viðnum í 30 mínútur og skoluðum svo allt af með háþrýstidælu og burstuðum yfir þau svæði sem mikil óhreinindi höfðu safnast fyrir á.

Hér er mynd af pallinum fyrir þrif:

Og hér er mynd af pallinum eftir þrif:

Eins og nýr eftir þrifin!

Við leyfðum pallinum að þorna í tvo sólríka sólarhringa áður en við byrjuðum að bera á hann;

VIÐAR PALLAOLÍU

í litnum PALLAGRÁR frá Slippfélaginu.

Þar sem pallurinn okkar er frekar stór eða um 75 fermetrar auk skjólgirðingar í kring ákváðum við að létta okkur verkið aðeins með því að nota lágþrýstidælu til að bera á og nota svo pensil með löngu skafti til að dreifa vel úr viðarolíunni.

Það var mikill tímasparnaður að nota dæluna til að bera viðarolíuna á, en það er mun fljótlegra heldur en að dýfa penslinum í dósina í hvert sinn sem viðarolían klárast úr penslinum.

Einfalt og skemmtilegt verk í vinnslu:

Svona leit pallurinn út eftir eina umferð af VIÐAR PALLAOLÍU og við leyfðum honum að þorna í tvo sólarhringa áður en við fórum aðra umferð yfir með olíunni.

VIÐAR PALLAOLÍA í litnum PALLAGRÁR

Það er yfirleitt alveg nóg að fara eina umferð af viðarolíu en þar sem viðurinn var orðinn mjög þurr hjá okkur ákváðum við að fara tvær umferðir.

Hérna er ég búin að fara eina umferð yfir skjólgirðinguna og komin með meirapróf að mínu mati í því að bera viðarvörn á pallinn!

Síðasta skrefið í ferlinu var að fara seinni umferðina yfir allt með pallaolíunni.

Síðan leyfðum við öllu að þorna vel í þrjá sólarhringa áður en við settum garðhúsgögnin aftur á pallinn.

Á myndinni hér að ofan sést vel hvernig liturinn PALLAGRÁR kemur út eftir tvær umferðir, en hann er alveg eins og við vildum hafa hann og við gætum ekki verið ánægðari með útkomuna.

Nú er bara að njóta, borða úti og eiga góðar samverustundir með fjölskyldu og vinum.

Pallurinn er svo sannarlega sælureiturinn okkar í garðinum.

Örstutt myndband sem sýnir útkomuna:

Útsýnið úr heita pottinum sýnir litapallettuna á pallinum vel eftir að við settum Pallagráan lit á skjólgirðingarnar.

Við elskum að grilla og sérstaklega á sumrin þegar veðrið er gott! Þetta hjólaborð höfum við hjá grillinu til að geta lagt frá okkur áhöld og svo finnst mér mjög gaman að skreyta það með plöntum, kryddjurtum og fallegum viðarbrettum sem gott er að hafa við hendina þegar búið er að grilla.

Hér verður gott að slaka á í sumar!

Fyrir áhugasama þá eru fleiri myndir og myndbönd af ferlinu að finna á INSTAGRAM – BJARGEYOGCO undir VORVERKIN í Highlights.

Ég mæli auðvitað með því að þið fylgið mér á INSTAGRAM því þar er ég dugleg að deila allskonar skemmtilegu frá því sem ég tek mér fyrir hendur í daglegu lífi. Framundan er afslappað sumarfrí þar sem ég ætla að rækta garðinn minn, ferðast innanlands með fjölskyldunni og njóta lífsins á fallega pallinum okkar.

Leave a comment