
Var ég búin að segja ykkur það?
Ég bara skrapp aðeins í paradís og er komin aftur heim.
Ég var þarna, á sundlaugarbakkanum í sólbaði. Ég er ennþá að klípa mig og athuga hvort þetta hafi bara verið draumur!
En þetta var alls enginn draumur nema þá bara langþráður draumur sem rættist, smá frí, afslöppun og sól.
Við hjónin fórum sem sagt í vikufrí til Spánar bara við tvö og ég held að ég þurfi ekkert að segja ykkur hversu mikill draumur það var…….
Við tvö í 20 ár!
Já ég vann svo sannarlega í lottói lífsins þegar ég fann ástina með þessum myndarlega manni. Hversu heppin.
En við dvöldum í litlum smábæ sem heitir Sitges og þar nutum við lífsins og slökuðum á. Virkilega fallegt í þar og gaman að skoða þessa fallegu gömlu kirkju.
Séð yfir smábátahöfnina:
Aðeins að njóta!
Þetta frí…….
Þessi sól……þessi pálmatré….
Þessi sundlaugagarður…..Hotel Dolce Sitges
Mæli svo mikið með þessu!
Síðan enduðum við ferðina á því að fara til Barcelona í tvo daga. Það var æði! Við höfðum hvorugt komið til Barcelona áður svo það var virkilega gaman að skoða borgina saman.
Það stóð algjörlega uppúr að hafa farið að skoða Park Guell eða Gaudi garðinn. Þvílík fegurð á einum stað.
Ég er eiginlega bara alveg orðlaus yfir þessari fegurð.
Alveg dolfallin!
Bara við tvö í Gaudi garðinum.
Og það var nú ekki amalegt að rölta um á ströndinni í Barcelona, svo fallegt þarna.
Alltaf ís á Spáni. Hvað annað!
Götulífið….
Það var mjög ljúft að vera í Barcelona og við fórum á einn mjög skemmtilegan veitingastað sem heitir Ultramarinos.
Mæli með þessum stað ef þið eruð á leið til Barcelona, geggjaður matur, flottur staður og góð stemning, en hann er staðsettur á Römblunni.
Já ég á eftir að lifa lengi á minningunum um þessa ferð.
Draumur!