Sælkera kjúklingur

IMG_2602

Ef þig langar í eitthvað virkilega gott í vikunni þá mæli ég með þessum sælkera kjúklingarétti! Hugmyndina fékk ég útfrá því að ég hef oft bakað Brie ost með mangó chutney og sett ofan á Ritz kex, af hverju ekki að gera kjúklingarétt úr því!

Uppskrift

  • 3-4 kjúklingabringur
  • Eðal kjúklingakrydd frá Pottagöldrum
  • Brie ostur
  • Mangó chutney
  • Rjómi
  • Kasjú hnetur
  • Ritz kex

IMG_2576

Setjið kjúklingabringur í eldfast mót, ég sker þær í helminga. Kryddið með Eðal kjúklingakryddi frá Pottagöldrum.

IMG_2577

Setjið vel af mangó chutney yfir bringurnar, setjið Brie ostinn yfir í bitum, setjið kasjú hnetur yfir og mulið Ritz kex. Hellið svo dass af rjóma yfir.

IMG_2578

Bakið í ofni við 180 gráður í um 40 mínútur. Ofnar geta verið mismunandi svo best er að skera í bringurnar þegar þær eru teknar út og athuga hvort þær séu ekki örugglega eldaðar í gegn.

IMG_2601

Berið fram með ykkar uppáhalds meðlæti. Ég var með ferskt salat, fetaost, súrdeigsbrauð og grænt pestó.

Njótið vel!

Undirskrift Bjargey

IMG_2602