Sú allra besta!

IMG_4266 (2)

Nú eru ekki nema um þrír mánuðir síðan ég opnaði bloggsíðuna mína Bjargey & co. Fljótlega setti ég inn uppskrift af minni uppáhalds súkkulaðiköku Dúnmjúk draumakaka, en síðan þá hefur hún verið langvinsælasta uppskriftin á síðunni og hefur verið sótt yfir 12 þúsund sinnum á þessum stutta tíma!

Takk kærlega fyrir þessar frábæru viðtökur!

IMG_4350 (2)

En fyrir ykkur sem hafið ekki prófað hana þá er uppskriftin hér og nokkrar nýjar myndir af henni þar sem ég skreytti hana með Maltesers kúlum.

Hér kemur uppskriftin:

220 gr. púðursykur

150 gr. mjúkt smjör

2 egg

Þeytið púðursykurinn og smjörið saman þar til blandan verður létt og ljós. Setjið síðan eggin saman við og hrærið vel.

Blandið svo þurrefnunum saman:

300 gr. hveiti

40 gr. Síríus Konsum kakó

1 tsk. lyftiduft

1 tsk. matarsódi

Setjið þurrefnin í skálina með þeyttu púðursykursblöndunni og bætið við:

4 dl. af mjólk

Hellið deiginu í tvö hringlaga form, ég smyr þau aðeins að innan með íslensku smjöri. Bakið svo við 170-180 gráður á blæstri í 15-20 mín. Bökunartíminn getur verið misjafn eftir bakaraofnum svo langbest er að nota grillpinna og stinga í kökuna þegar hún lítur út fyrir að vera tilbúin, ef hann kemur hreinn út er hún tilbúin.

Þá er komið að kreminu:

Uppskrift:

600 gr. flórsykur

150 gr. íslenskt smjör

40 gr. Síríus Konsum kakó

2 tsk. vanilludropar

4 msk gott kaffi

Aðferð:

Setjið flórsykur og kakó saman í hrærivélaskál. Bræðið smjörið og hellið í skálina. Setjið 4-6 msk af góðu kaffi út í, ég notaði súkkulaði og möndlu frá Kaffitári sem er fullkomið í þetta krem, en ykkur er óhætt að nota hvaða kaffi sem er. Að lokum setjið 2 tsk. af vanilludropum og hrærið vel saman. Ef kremið er of þykkt bætið örlitlu vatni samanvið.

Þegar kakan er orðin hæfilega köld setjið þið kremið á.

Njótið vel!

IMG_4266 (2)

undirskrift-bjargey

Leave a Reply

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s