Besti heiti brauðrétturinn í veisluna!

IMG_4224
Í samstarfi við Tertugallerí Myllunnar

Elskulegur eiginmaður minn átti afmæli í ágúst og við vorum með smá afmælisveislu fyrir hann rétt áður en við fórum í fríið til Tenerife. Í veisluna kom nánasta fjölskylda og við gæddum okkur á gómsætum tertum og áttum skemmtilega stund saman.

IMG_4211

Ég var á fullu í að undirbúa og pakka niður fyrir ferðalagið svo ég ákvað að eyða ekki tíma í bakstur í þetta sinn og pantaði allar terturnar frá Tertugalleríi Myllunnar og gerði einn heitan brauðrétt sem er í uppáhaldi hjá afmælisbarninu.

IMG_4227

Þeir sem fylgjast með mér á Snapchat (bjargeyogco) vita að ég lofaði uppskrift af þessum heita brauðrétti en hann er alltaf á veisluborðinu hjá okkur í veislum og ég fæ alltaf beiðnir um að deila uppskriftinni.

Mamma gerði þennan brauðrétt alltaf í afmælum og veislum svo uppskriftin er frá henni, en þessi heiti réttur er alltaf það sem klárast fyrst af veisluborðinu. Á myndunum er akkúrat þessi uppskrift en rétturinn passar í miðlungsstórt mót. Í afmælisveislum geri ég alltaf tvöfalda uppskrift og set í tvö eldföst mót og ef veislan er stór geri ég alveg fjórfalda uppskrift.

IMG_4224

Besti heiti brauðrétturinn

Uppskrift:

1/2 pakki Hveiti Samlokubrauð frá Myllunni

1 dós aspas í bitum

1/2 pakki skinka

1 dós beikon smurostur

1 dós sveppa smurostur

1/2 dós sýrður rjómi

1 poki rifinn pizzaostur

Aðferð:

Setjið í pott og bræðið á miðlungshita, smurost og sýrðan rjóma. Setjið svo aspas í bitum og helminginn af safanum úr dósinni út í pottinn ásamt skinkunni í litlum bitum. Hrærið öllu vel saman.

Skerið brauðið í hæfilega stóra teninga og setjið þá út í blönduna. Ég sker alltaf skorpuna frá og nota ekki endann svo það fer ekki alveg 1/2 pakki af brauði útí, aðeins minna. Blandið öllu vel saman og setjið í eldfast mót. Stráið rifna ostinum yfir og hitið brauðréttinn í ofni við 180 gráður á blæstri í 20-30 mínútur.

Svo er bara að njóta vel!

IMG_4227

Þegar Bryndís Inga fermdist í mars vorum við með veitingar frá Tertugalleríi Myllunnar í veislunni, snittur, brauðtertur og allar tertur á kökuborðinu – kransakökur, fermingartertuna sjálfa, bollakökur, franska súkkulaðitertu og banana og kókosbombu.

Við vorum svo ótrúlega ánægð með veitingarnar í fermingarveislunni og erum búin að vera bíða eftir tilefni til að panta aftur eitthvað af þessum geggjuðu brauðtertum og tertum frá Tertugalleríi Myllunnar!

Ef ykkur langar að sjá myndir af veisluborðinu í fermingunni eru þær hér:

Ferming Bryndísar Ingu

IMG_4200

Fyrir afmælisveislu eiginmannsins ákvað ég að velja Franska súkkulaðitertu og Banana og kókosbombu en þær eru báðar alveg ótrúlega góðar.

IMG_4203

Franska súkkulaðitertan bráðnar í munni og er mjög góð með vanilluís eða rjóma.

IMG_4230

Banana og kókosbomban er sú allra besta….ég sver það að mig dreymir um þessa tertu á nóttunni! Hún er bara aðeins of góð….svampbotnar, súkkulaði, bananarjómi, kókosbollur, marengs, súkkulaðisósa….það er bara eitthvað himneskt við þessa samsetningu.

IMG_4205

Þessi brauðterta er bara það allra besta…..skinku og aspas himnaríki! Og rækjubrauðtertan er geggjuð, hún er mín allra uppáhalds.

IMG_4216

Ég fæ bara vatn í munninn við að skoða þessar myndir úr afmælinu…

IMG_4200

Veisluborðið var mjög girnilegt þó ég segi sjálf frá!

IMG_4228

Ég sparaði mér svo uppvaskið líka og bauð upp á gos í dósum, en ég keypti svona bala undir drykki í sumar sem er svo þæginlegt að setja dósir í og fylla með klökum.

IMG_4222

Mjög þæginlegt fyrir veislur, innandyra sem utan!

IMG_4220

Það fóru allir veislugestir pakksaddir heim enda eru þessar brauðtertur svo matarmiklar og góðar að það borða allir yfir sig…hahaha og það kláraðist nánast allt upp til agna. Við fjölskyldan borðuðum restina í kvöldmat enda fer maður ekki að elda eftir svona mikla veislu fyrr um daginn.

IMG_4211

Ég gleymdi alveg að taka mynd af afmælisbarninu þennan dag en ég læt fylgja eina mynd af okkur saman í fríinu á Tenerife sem var tekin nokkrum dögum eftir afmælisveisluna.

IMG_4739

Undirskrift Bjargey

Leave a Reply

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s