Besti heiti brauðrétturinn í veisluna!

Það er fátt betra en klassískur heitur brauðréttur en mamma gerði þennan brauðrétt mjög oft í afmælum og veislum svo uppskriftin er komin frá henni.

Í afmælisveislum geri ég alltaf tvöfalda uppskrift og set í tvö eldföst mót og ef veislan er stór geri ég alveg fjórfalda uppskrift því þessi réttur klárast alltaf fyrst í öllum veislum hjá okkur fjölskyldunni.

UPPSKRIFT

1 dós aspas í bitum

1/2 pakki skinka

1 dós beikon smurostur

1 dós sveppa smurostur

1/2 dós sýrður rjómi

1 poki rifinn pizzaostur

1/2 pakki Hveiti Samlokubrauð frá Myllunni

 

IMG_4227

AÐFERÐ:

1. Setjið í pott og bræðið á miðlungshita, smurost og sýrðan rjóma.

2. Setjið svo aspas í bitum og helminginn af safanum úr dósinni út í pottinn ásamt skinkunni í litlum bitum. Hrærið öllu vel saman.

3. Skerið brauðið í hæfilega stóra teninga og setjið þá út í blönduna. Ég sker alltaf skorpuna frá og nota ekki endann svo það fer ekki alveg 1/2 pakki af brauði útí, aðeins minna.

4. Blandið öllu vel saman og setjið í eldfast mót. Stráið rifna ostinum yfir og hitið brauðréttinn í ofni við 180 gráður á blæstri í 20-30 mínútur.

Undirskrift Bjargey

 

 

Leave a Reply

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s