Paradís á pallinum

Nú eru liðin átta ár síðan við fluttum í dásamlega húsið okkar sem við höfum verið að gera upp, skref fyrir skref og erum ekki búin enn….ég spái því að þetta muni taka 10 ár þar til við tökum hlé á framkvæmdum!

IMG_0453

Það gleður okkur hins vegar óendanlega mikið að pallurinn sem við byrjuðum að smíða í fyrra er tilbúinn og þar ætlum við að eiga góðar stundir með fjölskyldu og vinum í sumar. Við vorum áður með 10 fermetra pall sem var svo sannarlega mikið notaður en hann var svo lítill að við þurftum að hafa borð og stóla úti á grasi.

IMG_0371

Draumurinn var alltaf að stækka pallinn og fá okkur heitan pott. Vera með aðstöðu til þess að grilla og borða úti, vera með blóm og plöntur og sólbaðsaðstöðu en garðurinn okkar snýr í suður og þegar sólin skín er dásamlegt að sóla sig þar.

Ég ætla að sýna ykkur myndir frá ferlinu okkar að draumapallinum og hvernig hann lítur út í dag.

IMG_3698

Fyrsta skrefið hjá okkur var að fá arkitekt til þess að teikna pallinn eins og við sáum hann fyrir okkur en ég er svo lánsöm að bróðir minn er bæði arkitekt og smiður og hann tók að sér verkefnið fyrir okkur frá A-Ö. Við smíðuðum síðan mikið sjálf (lesist eiginmaðurinn) með dyggri aðstoð bróður míns og tengdapabba. Ég sá um að gefa þeim kaffi og kalda drykki í sumarhitanum annars eiga þeir allan heiðurinn af pallinum.

Við byrjuðum á því að nota sólpallareiknivélina á heimasíðu BYKO til þess að gera kostnaðaráætlun. Á heimasíðunni fundum við einnig góð ráð varðandi pallasmíði og ég mæli með því að þið kíkið á þau ef þið eruð að hugsa um að smíða pall.

Þegar teikningarnar voru tilbúnar fórum við í BYKO þar sem við keyptum allt efni í pallinn og fengum góða ráðgjöf áður en hafist var handa.

IMG_3415

Fyrsta skrefið í framkvæmdinni var að rífa gamla pallinn í burtu, þið sjáið á myndinni hér að ofan hvað hann var lítill – en upp við hurðina sést kassi í jarðveginum þar sem pallurinn var áður.

Næst tók við jarðvegsvinna þar sem hann var jafnaður út og síðan grafnar holur til þess að steypa í undirstöður fyrir dregarana. Lagðar voru út lagnir til þess að geta sett upp heitan pott og rör fyrir rafmagn til þess að geta tengt ljós á pallinum.

IMG_3885

Við settum síðan jarðvegsdúk yfir til að koma í veg fyrir gróðurmyndun undir pallinum. Ofan á dregarana voru síðan settir bitar og að lokum var pallurinn klæddur með furu.

IMG_3890

Við nýttum okkur áhaldaleigu BYKO mjög mikið við smíðina en það er mjög gott að þurfa ekki að eiga öll verkfæri þegar maður fer af stað í framkvæmdir á heimilinu og ætlar að gera hlutina sjálf/ur.

Í lok sumars var síðan þessi glæsilegi 75 fermetra pallur tilbúinn og nú fékk ég loksins tækifæri til þess að gera það sem ég elska, skipuleggja, raða og setja á pallinn húsgögn og gera hann hlýlegan.

IMG_0445

Ég valdi falleg einföld kubbaljós á pallinn sem eru íslensk smíði og fást í BYKO. Við eigum síðan stóra ljósaseríu sem við getum hengt upp ef við vijum skapa skemmtilega partýstemningu að kvöldi til.

IMG_0366

Við áttum tvo garðstóla sem hafa verið mikið notaðir í nokkur ár og ég keypti á þá nýjar sessur og setti við þá lítið borð þar sem hægt er að leggja frá sér drykki.

IMG_0345

Grillið okkar er mjög mikið notað allt árið um kring og ég ákvað að hafa það nálægt hurðinni út á pallinn til að auðvelda aðgengi. Ég hengdi upp blómagrind við hliðina á því svo ég gæti skreytt aðeins í kring með plöntum.

IMG_0453

Við áttum borð og stóla sem við höfum notað í nokkur ár og ég ákvað að fríska aðeins upp á það með því að setja fallega útimottu undir borðið og bætti við púðum og teppum. Ég keypti útimottuna í ILVA en mér finnst hún einstaklega falleg og ramma inn úti-borðstofuna okkar.

IMG_0522

Mitt uppáhald á pallinum er síðan sólbaðsaðstaðan þar sem ég fékk mér sólbekk og hjólaborð í stíl við borðstofusettið sem er úr Rúmfatalagernum.

IMG_0271

Blómabarinn minn býður upp á falleg blóm og plöntur sem gleðja augað og sálina og ferska drykki í sumarhitanum þegar maður sólar sig og slakar á með góða bók.

IMG_0285

Ég fæ alltaf svo mikið af fyrirspurnum um hvaðan hlutir séu þegar ég sýni þá í myndum hérna á heimasíðunni minni svo ég ætla að fara yfir það hvar þeir fást.

Glervasinn, gyllta blómakannan og hringlaga bakkinn undir glösunum er úr H&M HOME. Svörtu plöntustandarnir eru úr Garðheimum ásamt blómunum og blómapottunum. Trébakkinn með handföngunum í neðri hillunni er úr smiðju Gaines hjónanna sem eru með fallegu Magnolia heimilislínuna sem fæst í Target í USA. Glösin eru frá Fredrik Bagger og ég keypti þau í Líf & List.

IMG_0298

Púðarnir eru úr H&M HOME og teppið úr ILVA.

IMG_0280

Hér ætla ég svo sannarlega að slaka á í sumar…

IMG_0271

Arkitektinn okkar, snillingurinn hann bróðir minn hannaði þessar tröppur upp í pottinn, en mér finnst þær æðislegar. Ég á eftir að finna mér fallega potta og setja sumarblóm í tröppurnar, en þar er líka fínt að setjast niður.

IMG_0437

Við pottinn setti ég handklæðastöng sem ég keypti í BYKO en ég skreytti hana líka aðeins með blómahengi frá Fabia Design. Blómastandurinn er úr Rúmfatalagernum og mottan úr H&M HOME.

IMG_0340

Spori hefur veitt andlegan stuðning í framkvæmdunum og fylgist vel með öllu sem við gerum. Hann er samt aðallega bara mjög mikið krútt og er mjög ánægður með pallinn og elskar að sóla sig þar.

IMG_3974

Það hefur alltaf verið draumur hjá mér að eignast kirsuberjatré og ég fann þetta fallega tré í Blómaval. Það er í potti á pallinum en hugmyndin er að smíða fallegt ker utan um það og hafa það áfram á pallinum.

IMG_0245

Elska þetta fallega tré!

IMG_0516

Við höfum alltaf verið mjög dugleg að borða úti á sumrin þegar veður leyfir, en við stefnum líka á að fá okkur hitara á pallinn til þess að geta setið lengur úti á kvöldin.

IMG_0476

Ég er alveg veik fyrir fallegum borðbúnaði og öllu sem tengist því að leggja á borð. Ég fékk þessar fallegu bast diskamottur í H&M HOME, en mér fannst þær eitthvað svo fullkomnar til að hafa úti í garði.

IMG_0471

Ég vona að þið hafið haft gaman að því að sjá drauminn um nýjan pall verða að veruleika hjá okkur, en fyrir áhugasama þá hef ég líka sett inn myndbönd á INSTAGRAM – BJARGEY & CO. þar sem ég sýni frá pallinum, en ég hef búið til albúm þar sem heitir Garðurinn.

IMG_0459

Ég mun einnig sýna frá nýjum verkefnum og framkvæmdum á INSTAGRAM og hérna á heimasíðunni í sumar en það eru mörg skemmtileg verkefni framundan hjá okkur. Við ætlum meðal annars að breyta stofuglugganum sem þið sjáið á myndinni hér að ofan í tvöfalda hurð svo hægt sé að ganga út á pallinn beint úr stofunni.

IMG_0499

Við erum alveg í skýjunum með pallinn og það er svo ótrúlega gaman að vera komin með nýtt rými utandyra til þess að skreyta og gera fallegt. Ég verð hér í sumar að vökva blómin og að sjálfsögðu slaka á í sólbaði.

IMG_0269

Undirskrift Bjargey

Leave a Reply

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s