Bestu skinkuhornin

IMG_3173 (2)

Ég hef bakað töluvert magn af skinkuhornum í gegnum tíðina, þau eru bara svo góð! En ég ætla að deila með ykkur minni uppáhalds uppskrift.

Deigið:

  • 1 kg. hveiti
  • 220 gr. smjör
  • 2 msk. sykur
  • 500 ml. mjólk
  • 8 tsk. þurrger
  • 1 tsk. salt
  • 1 egg til penslunar

Fylling:

  • 2 dósir beikonsmurostur
  • Niðurskorin skinka

 

Aðferð:

Setjið hveiti, sykur, salt og þurrger í hrærivélaskál. Bræðið smjörið við vægan hita og bætið svo mjólkinni útí. Hitið blönduna þannig að hún sé vel volg en alls ekki of heit. Hellið svo yfir þurrefnin og hnoðið í hrærivélinni. Þegar deigið er tilbúið er hægt að byrja strax að móta hornin, það þarf ekki að hefa deigið en það má ef þú vilt.

Skiptið deiginu í 4 hluta. Hnoðið og fletjið út hvern hluta fyrir sig, skerið með pizzahníf í 8 hluta. Setjið fyllinguna fyrir miðju á hverjum þríhyrning. Rúllið deiginu svo upp og mótið hornin, penslið með egginu og setjið á bökunarplötu. Bakið við 190-200 gráður í um 10 mínútur, en fylgist vel með því ofnar geta verið mismunandi, hornin eru tilbúin þegar þau hafa stækkað og eru orðin fallega gyllt.

IMG_3159 (2)

Auðvelt er að frysta hornin, mér finnst þæginlegt að setja slatta af þeim í frysti og eiga til að hita upp þegar það koma gestir eða til að gefa krökkunum í nesti í skólann.

Njótið vel!

IMG_3162

 

 

Leave a Reply

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s