Draumagarður í Sarasota

Í vetur þegar við fórum til Sarasota í Flórída þá fórum við óvænt í einn fallegasta garð sem ég hef á ævi minni komið í en hann heitir Marie Selby Botanical Gardens.

DD71E335-8B30-4336-B541-CCD06C8F7340

Við vorum búin að ákveða að eyða deginum á ströndinni en það var frekar mikill vindur þennan dag og krökkunum langaði frekar að gera eitthvað annað en fara á ströndina. Við tókum smá bíltúr til þess að fá okkur morgunmat og ætluðum svo bara að láta það ráðast hvert förinni yrði heitið.

Við fengum okkur morgunmat á First Watch sem er klárlega okkar uppáhalds morgunverðarstaður í Flórída en þar fást æðisleg Breakfast Taco’s með avókadó og annarri dásamlegri hollustu. Æðislegur Brunch með eggjum, beikoni, ávöxtum og geggjuðum pönnukökum.

IMG_3972

Ég hafði séð myndir af Marie Selby garðinum á nokkrum heimasíðum sem voru að mæla með heimsókn þangað en ég gerði mér enga grein fyrir því hversu stór hann væri eða hversu mikið væri hægt að skoða og gera þar með fjölskyldunni.

IMG_4167

Við ákváðum að kíkja í garðinn eftir morgunverðinn og það var besta skyndiákvörðun sem við tókum í ferðinni því í garðinum eyddum við mörgum klukkutímum því það var svo dásamlegt að ganga þarna um, skoða, upplifa og njóta.

IMG_4157

Þetta var mitt uppáhaldssvæði í garðinum, fallegir fossar og lítil trjáhýsi sem hægt var að ganga á milli með því að fara yfir hengibrú. Algjört ævintýri!

Það var hægt að ganga í gegnum skóginn og finna styttur af allskonar dýrum sem við höfðum mjög gaman að.

IMG_4186

Það voru hljóðfæri á nokkrum stöðum þar sem hægt að var að spila og semja tónlist.

IMG_4212

Það voru æðisleg leiksvæði með skemmtilegum leiktækjum og rólum í trjánum.

IMG_4202

Ég elska að vera innan um falleg tré og blóm en það sem mér fannst líka svo ótrúlega skemmtilegt við þessa ferð var að krakkarnir skemmtu sér ótrúlega vel og fannst svo gaman að upplifa alla þessa náttúrufegurð. Stundum heldur maður að það þurfi að vera einhver rússíbani eða sýning til þess að þeim finnist gaman, en það er nefninlega alls ekki þannig.

IMG_4117

Við rifjum oft upp minningar úr Flórída ferðinni í vetur og þá nefna þau alltaf þennan garð! Hvað það hafi verið gaman og margt að sjá og upplifa.

Svo magnað að vera innan um þessi fallegu tré!

IMG_4188

Þessi fallega tjörn var mikið aðdráttarafl, en þar voru vatnaliljur og Koi fiskar…

IMG_4052

Krakkarnir fengu poka með mat fyrir fiskana og svo eyddu þau löngum tíma í að skoða þá og gefa þeim fiskamat.

IMG_4045

Ótrúlega fallegt að sjá Friðarliljur í beði…væri alveg til í að hafa aðeins heitara loftslag heima á Íslandi til að geta haft svona fínt í garðinum!

IMG_4036

Til þess að toppa þetta allt var fiðrilda garður í fallegu gróðurhúsi þar sem við gátum skoðað fiðrildin og tekið af þeim myndir.

DD71E335-8B30-4336-B541-CCD06C8F7340

Þvílík fegurð!

Fiðrildin og blómin.

IMG_4253

Ég vona að þessar myndir gefi ykkur smá hlýju og birtu í hjartað en þessar myndir eru búnar að ilja mér um hjartarætur svo oft þegar ég hef þurft á því að halda.

Það kemur ykkur kannski ekki á óvart en ég er byrjuð að teikna gróðurhús fyrir garðinn minn og það er komið á draumalistann!

Einn daginn mun sá fallegi draumur rætast. Ég ætla að hafa stórt gróður- og hugleiðsluhús þar sem ég get farið og andað að mér ilmandi plöntum. Ræktað jarðaber og ávaxtatré og umvafið mig fallegum blómum og plöntum.

IMG_4242 3

Undirskrift Bjargey

 

 

 

Leave a Reply

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s