Orlando

Við fjölskyldan fórum í dásamlegt vetrarfrí í febrúar og vorum í tæpar þrjár vikur í sólinni í Orlando og Sarasota. Við vorum að fara í annað sinn til Flórída en við fórum þangað um jól og áramót áramót 2018 og þá má með sanni segja að við höfum kolfallið fyrir Flórída lífinu. Það er auðvitað æðislegt fyrir okkur sem búum á kalda Íslandi að stinga af í sólina að vetrarlagi.

IMG_3368

Við ákváðum að taka gott og afslappað frí eftir annasaman vetur og vorum því mikið við sundlaugarbakkann og bara að taka því rólega.

IMG_3277

Við vorum líka mjög dugleg að fara í göngu- og hjólaferðir um hverfið okkar í Windermere og kíkja á veitingastaði í hverfinu. Það er svo ótrúlega gaman að geta farið út að hjóla í febrúar þegar allt er á kafi í snjó á Íslandi!

IMG_3341
Ég elska þessi fallegu pálmatré!

Við eigum okkur uppáhalds veitingastað í hverfinu sem heitir Tijuana Flats og er ótrúlega góður Mexíkóskur staður.

IMG_4153

Við fórum þangað nokkrum sinnum og fengum okkur hádegis- eða kvöldverð og stundum tókum við mat þaðan með okkur heim. Alltaf ferskt og þeir eru með besta guacamole sem ég hef á ævinni smakkað og endalaust úrval af nýjum og spennandi réttum.

IMG_4793

Og ostasósan þeirra…. þvílíkt djúsí úr ekta cheddar osti!

IMG_3111

Það skemmir heldur ekki fyrir að staðurinn er mjög skemmtilega innréttaður og alltaf svo vel tekið á móti manni á Tijuna Flats.

IMG_8296

Við fórum nokkrum sinnum í ferðinni í garð sem heitir ICON PARK, en hann er miðsvæðis í Orlando og nálægt okkar hverfi. Þar má finna allskonar afþreyingu fyrir alla fjölskylduna, parísarhjól, lítil tívólítæki, mini golf, sjávardýrasafn og vaxmyndasafn.

447F10C4-0A94-4806-8B8A-1D88158743E0

Uppáhalds hamborgarastaðurinn okkar SHAKE SHACK er einmitt í ICON PARK en þar fást mjög djúsí hamborgarar, kjúklingaborgarar, franskar í allskonar útfærslum og geggjaður súkkulaði shake.

IMG_2750

Í ICON PARK er sjávardýrasafn, SEA LIFE AQUARIUM sem við ákváðum að heimsækja, en það kostar ekki mikið inn og var mjög skemmtileg upplifun.

IMG_2939

Hægt var að ganga í gegnum göng og sjá allskonar fiska, skötur og hákarla. Þetta var mjög skemmtilegt og gaman að sjá þessi fallegu dýr svona nálægt.

Á mörgum stöðum í gegnum safnið er hægt að setjast niður og horfa á litadýrðina og fallegu fiskana, ég veit ekki hvað við eyddum mörgum klukkutímum þarna inni en þegar við vorum komin í gegn um allt safnið vildu krakkarnir labba aftur til baka í gegnum allt í stað þess að fara út sem var mjög skemmtilegt. Við sáum endalaust af nýjum hlutum og þau voru mjög áhugasöm um að lesa sér til um tegundirnar.

IMG_3004

Þegar við vorum búin á safninu kíktum við á ítalskan veitingastað sem var í göngufæri. Við ICON PARK eru mjög margir veitingastaðir og við sáum nokkra sem eru komnir á lista yfir staði sem okkur langar að prófa í næstu ferð.

IMG_3042

MIA’S ITALIAN KITCHEN er huggulegur staður og maturinn var virkilega góður. Hérna er mynd af ótrúlega ljúffengu trufflusveppa rjómapasta með ferskum kryddjurtum og parmesan.

IMG_3045

Við fórum nokkrum sinnum í ICON PARK á meðan ferðinni okkar stóð enda stutt fyrir okkur að fara þangað frá húsinu sem við gistum í. Við hliðina á ICON PARK er mjög skemmtilegt Mini Golf sem heitir Pirates Cove – Adventure Golf.

IMG_3036

Hægt er að fara í tvær mismunandi langar brautir og okkur fannst þetta mjög skemmtilegt. Hægt er að fara um borð í sjóræningjaskip, maður fer í gegnum hella og göng og mjög mikið lagt í brautirnar.

Umhverfið er svo fallegt, mikið af trjám og gróðri og ekki spillir fyrir útsýnið þar sem maður sér parísarhjólið í ICON PARK. Við fórum einmitt í þetta risastóra parísarhjól sem er mikil upplifun, en það tekur um klukkutíma að fara hringinn. Útsýnið er yfir alla Orlando og það er mjög gaman að sjá alla skemmtigarðana og hótelin í allri sinni dýrð.

IMG_3436

Í ferðinni fórum við í Disney’s Hollywood Studios þar sem hinn frægi Rock ‘n’ Roller Coaster Starring Aerosmith rússíbani er mjög vinsæll. Við urðum að láta okkur nægja að taka eina mynd af gítarnum við innganginn því eftir að hafa staðið í röðinni í klukkutíma og farið áfram um 5 metra þá hreinlega nenntum við ekki að standa í tvo aðra klukkutíma….án gríns raðirnar í Disney eru hrikalegar!

IMG_3687

Ég mun aldrei fara aftur í Disney garð án þess að kaupa Fast Pass – en í Universal görðunum vorum við ekki með Fast Pass en þar ganga hlutirnir töluvert hraðar fyrir sig en í Disney.

IMG_8306

Hérna er ferðasagan okkar síðan við fórum í UNIVERSAL GARÐANA fyrir þá sem hafa áhuga:

Orlando draumur!

Eitt af því sem ég elska við Orlando eru búðirnar. Það er hægt að gera mjög góð kaup í Premium Outlets þar sem mér finnst mjög gott að versla föt á krakkana og síðan eru auðvitað allskonar búðir sem gaman er að kíkja í eins og til dæmis, SEPHORA og Target. Ég keypti einmitt þennan sæta sumarkjól á 20 dollara í Target og hann var ekki á útsölu!

IMG_3417

Ég var svo heppin að eiga afmæli á meðan við vorum í Orlando og ég held hreinlega að þetta hafi verið skemmilegasti afmælisdagur sem ég hef upplifað! Ég er auðvitað vön því að vera í frosti og kulda á afmælisdeginum í febrúar en núna var ég í sólinni og átti frí með allri fjölskyldunni.

IMG_3203

Við fórum á uppáhalds veitingastaðinn minn í Orlando á afmælisdaginn sjálfan, The Cheesecake Factory og þar fékk ég minn allra uppáhaldsrétt þar, sjávarrétta pasta sem er algjörlega truflað!

IMG_3143

Að sjálfsögðu fengum við okkur eftirrétt á afmælinu, en ég er mjög veik fyrir ostakökunum á Cheesecake Factory sem eru hver annarri betri.

IMG_3174

Það vantar ekkert upp á stærðina á þessum eftirréttum enda er mjög gott að deila þeim með þeim sem manni þykir vænt um!

IMG_3185

OREO ostakakan á Cheesecake Factory fær alveg 5 stjörnur af 5 mögulegum frá mér!

IMG_5113

Við skelltum okkur einn daginn í Disney Springs þar sem hægt er að kíkja í allskonar flottar búðir og á veitingastaði en þar er alltaf mjög mikið um að vera og skemmtileg stemning.

IMG_5048

Við mæðgur erum miklir Mínu Mús aðdáendur svo við urðum að fá okkur svona sæta hárspöng og svo keypti ég mér líka Mínu Mús bol sem ég er án gríns búin að nota mjög mikið!

LEGO búðin í Disney Springs er æði, þar er mikið úrval af allskonar LEGO sem fæst ekki annars staðar þannig að fyrir LEGO aðdáendur og safnara mæli ég mjög mikið með því að skoða hana.

IMG_5067

Við skellum okkur á Planet Hollywood í Disney Springs, þar var mikið fjör og greinilega vinsæll staður til að halda upp á afmæli því það var afmælispartý á öðru hverju borði.

IMG_5104

Í ferðinni fórum við í Star Wars Galaxy’s Edge skemmtigarðinn:

Skemmtigarðurinn er ótrúleg upplifun en ég skrifaði um ferðina okkar þangað fyrr í vetur – hérna er hægt að skoða fleiri myndir:

Star Wars Galaxy’s Egde

Það besta og versta við það að ferðast í Bandaríkjunum er þetta hér:

IMG_4286

Ég er auðvitað bara að grínast, en krökkunum finnst ótrúlega mikið sport að fara á Mc Donalds og það er svo freistandi þegar maður er að keyra um að renna bara við í lúgu.

IMG_4284

Í fyrra þá keyrðum við frá Orlando til Miami og gistum á South Beach – þið getið séð myndir úr þeirri skemmtilegu ferð hér:

South Beach Miami!

Núna keyrðum við frá Orlando til Sarasota og gistum á Siesta Key Beach sem er ein fallegasta strönd sem ég hef komið á!

Sandurinn er perluhvítur, sjórinn fagurblár og umhverfið er einfaldlega stórkostlega fallegt.

Hérna er ferðasagan og fleiri myndir frá Siesta Key Beach

IMG_3289

Flórída er algjörlega komið á listann yfir mína allra uppáhalds staði, það er hægt að gera svo ótrúlega mikið af skemmtilegum hlutum og skoða fallega staði og stendur. Það er alveg klárlega eitthvað fyrir alla í Flórída. Við fjölskyldan vorum alveg í skýjunum með ferðina okkar þangað í vetur og áttum dásamlegan tíma saman.

Undirskrift Bjargey

 

Leave a Reply

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s