Blátt og undurfagurt svefnherbergi

Já ég sagði það, blátt og undurfagurt! Ég er algjörlega ástfangin af herberginu eftir breytingarnar! Það finnst kannski einhverjum sérstakt að ég kalli mitt eigið svefnherbergi undurfagurt en afhverju ætti maður ekki að segja það sem manni raunverulega finnst? Við ákváðum að gefa svefnherberginu smá upplyftingu og í samstarfi við Slippfélagið og Lín Design varð…

Allt sem við veitum athygli vex og dafnar

Það er svo skemmtilegt með þetta yndislega líf að maður er alltaf að læra. Uppgötva eitthvað nýtt og þroskast sem einstaklingur. Mér hefur alltaf þótt vænt um þessi orð hans Guðna Gunnarssonar; allt sem við veitum athygli vex og dafnar. Ég heyrði þau fyrst frá honum sjálfum í Rope Yoga tíma og hef hugsað mikið…

Fallegt borð um páskana

Þessi árstími er svo yndislegur, þegar vorið er á næsta leyti og ég get farið að leyfa mér að hlakka til sumarsins. Það sem ég sakna sólarinnar eftir langan vetur…. Um páskana finnst mér ég geta kvatt veturinn formlega og boðið vorið velkomið. Þá er gaman að koma með smá sumar inn í stofu með…

Fallegt dömuherbergi

Nú er ein vika í að Bryndís Inga fermist í Kópavogskirkju og því er fermingarundirbúningur á fullu hjá okkur fjölskyldunni enda í mörgu að snúast fyrir stóra daginn hennar. Hún tók að sér smá auglýsinga verkefni fyrir ELKO í vikunni en það var tekin upp sjónvarpsauglýsing í herberginu hennar þar sem hún lék sjálfa sig….

Vorboðinn ljúfi

Veðrið hefur leikið við okkur á höfuðborgarsvæðinu síðustu daga, en þó það sé ískalt þá er vor í loftinu, sól á himni og fuglarnir syngja. Litir, birta og hiti eru mitt uppáhald. Ég á mjög erfitt með íslenskt veður, kulda og myrkur á veturna. Þannig að allt sem minnir mig á vorið og sumarið gleður…

Hjarta heimilisins

Nú eru að verða komin 6 ár síðan við fluttum í litla kósýhúsið okkar í Hófgerðinu og það var kominn tími á að mála stofuna og borðstofuna enda mæðir töluvert á veggjum hjá fjölskyldu með börn og hund! Við ákváðum að gefa stofunni smá upplyftingu á dögunum og máluðum hana í nýjum lit og breyttum…

Einfalt en fallegt

Það má með sanni segja að fegurðin búi í einfaldleikanum, eða það finnst mér allavega. Ég hef alltaf heillast að skreytingum sem eru einfaldar og því að hafa fáa en fallega hluti í kringum mig. Ég myndi alls ekki telja mig vera mínimalista en hugmyndafræðin höfðar til mín á vissan hátt. Og það sem ég…

Töff rúmföt í strákaherbergið

Ísbjörninn ógurlegi er mættur í herbergi sonarins!  Hann er reyndar ekki svo ógurlegur, eiginlega bara hrikalega krúttlegur…..og flottur! Mér finnst hann smellpassa í herbergið með svarta litnum sem sonurinn valdi alveg sjálfur, en hann heitir Black Raven og er frá Slippfélaginu. En þessi flottu rúmföt eru frá Lín Design og setja svo skemmtilegan svip á herbergið….

Gullfalleg sængurföt frá Lín Design

Í samstarfi við Lín Design ætla ég að sýna ykkur þessi gullfallegu rúmföt sem ég var að fá á hjónarúmið fyrir jólin. Eigendur verslunarinnar höfðu samband við mig og voru svo yndisleg að leyfa mér að velja mér rúmföt að eigin vali til að geta haft glænýtt á rúminu um jólin, en þau vissu hversu…

Gull og glamúr fyrir jólin

Það er aldrei of mikið af gulli og glamúr fyrir jólin. Meira að segja ég sem vel frekar mínimalískar skreytingar get alveg misst mig aðeins í gylltu og glitrandi skrauti á þessum árstíma. Það glitrar svo fallega á pallíettur og glimmer í skammdeginu þegar jólaljósin fara að lýsa upp heimilið. Hugmyndin að þessari borðskreytingu er…