Sumarblóm og sveitasæla

Sumarblóm og sveitasæla

Við Emilia vinkona skelltum okkur í blómaferð um daginn. Stefnan var tekin á Hveragerði og Fljótshlíð í leit að fögrum sumarblómum ásamt því að eiga saman skemmtilegan dag. Við byrjuðum á því að keyra til Hveragerðis og fá okkur hádegismat á Matkránni sem er staður sem ég mæli heilshugar með. Alvöru Smörrebrod og það besta [...]

Steypiboð

Steypiboð

Á dögunum hittumst við nokkrar af konunum í fjölskyldunni og héldum lítið steypiboð eða Baby Shower fyrir Lindu okkar. Þegar ég átti mín börn var þessi hefð ekki þekkt á Íslandi en á síðustu árum hefur það verið vinsælt að halda steypiboð og gleðja verðandi móður með skemmtilegri samverustund og gjöfum. Eitt það allra skemmtilegasta [...]

Áramótaborð

Áramótaborð

Í samstarfi við Partýbúðina skreytti ég áramótaborð heima og ég ætla að sýna ykkur hvernig ég sé skreytingarnar fyrir mér í ár. Við fjölskyldan verðum heima um áramótin og bjóðum nánustu fjölskyldu til okkar. Það er alltaf gaman að skreyta fallega fyrir gamlárskvöld og þó við verðum ekki mörg þá langar mig að skapa skemmtilega [...]

Stofan heima

Stofan heima

Við erum búin að vera í smá framkvæmdum heima síðan snemma í haust, en þegar við vorum búin að mála svefnherbergið fórum við beint í að mála stofuna og setja inn ný húsgögn. Ég hef verið að sýna frá ferlinu á INSTAGRAM - BJARGEYOGCO og þar er hægt að sjá myndbönd og myndir af ferlinu [...]

Dimmt og hljótt…

Dimmt og hljótt…

Svefnherbergið er sá staður á heimilinu sem ég vil hafa afslappaðan og alls ekki mikið af hlutum þar inni. Ég vil hafa veggina dökka og einfalda litapallettu sem skapar notalegt andrúmsloft. Við erum búin að hafa dökkan lit í svefnherberginu í rúm tvö ár og eftir að hafa prófað að vera með dökkan lit viljum [...]

Draumur á bleiku skýi

Draumur á bleiku skýi

Það er langt síðan að ég fékk að gera eitthvað ofurkrúttlegt á mínu heimili þar sem börnin eru orðin sjálfstæðir unglingar með sín eigin herbergi sem ég fæ skiljanlega ekki að stílisera eða raða í. Það var því auðvelt fyrir mig að segja já við því spennandi verkefni að aðstoða við hugmyndavinnu og listræna ráðgjöf [...]

Útipottar fá nýtt útlit

Útipottar fá nýtt útlit

Ég elska að gefa gömlum hlutum nýtt líf, en í gegnum tíðina hef ég frískað upp á allskonar húsgögn. Núna hins vegar tók ég gamla steypta útipotta og gaf þeim smá upplyftingu. Það tók alls ekki langan tíma og gjörbreytti útliti þeirra með litlum tilkostnaði. Ég vann verkið í samstarfi við Slippfélagið en hugmyndin var [...]

Haustið heima

Haustið heima

Haustið er yndislegur tími fyrir okkur sem elskum blóm, plöntur og kertaljós. Haustlyngið er það allra fallegasta að mínu mati þó sumarblómin séu auðvitað alveg dásamleg. Í samstarfi við Garðheima fór ég að skoða plöntur og haustlyng til þess að skreyta hjá mér fyrir utan húsið. Garðskálinn í Garðheimum er fullur af fallegum haustplöntum núna [...]