Royal Copenhagen hátíðarborð

Ég byrjaði að safna þessu undurfagra matarstelli, Blue Fluted Mega frá Royal Copenhagen fyrir ári síðan þegar ég fór til Kaupmannahafnar að halda fyrirlestur og kynna bókina mína.

Ég var búin að láta mig dreyma um þetta stell í nokkur ár og ákvað að bíða ekkert lengur með að byrja að safna því og keypti mér eina litla skál. Síðan þá hef ég smám saman keypt mér einn og einn hlut og get núna lagt á borð með fína stellinu.

Ég hef ekki lagt á hátíðarborð með draumastellinu mínu frá Royal Copenhagen áður svo ég var mjög spennt að nota stellið og búa til fallegt borð fyrir smá myndatöku.

Í samstarfi við Lín Design valdi ég mér þennan fallega dúk, Áttablaðarós með silfruðum krosssaum, og skreytti svo með ljósaseríu, könglum og kertum.

Þessi árstími er minn allra uppáhalds og ég algjörlega elska að skreyta heima og gera fínt fyrir aðventuna og jólin.

Ég verð að viðurkenna að ég er algjörlega ástfangin af nýju borðstofustólunum en eins og ég sagði ykkur frá um daginn þá vorum við að fá okkur nýja stóla og völdum þessa svörtu Whisbone stóla frá Carl Hansen & Son og svartar sjöur eftir Arne Jacobsen. Ég er að skoða mottur til þess að setja undir borðstofuborðið, en hef ekki ennþá fundið hina einu réttu.

Við fengum okkur þennan skenk í IKEA um daginn en hann er úr sömu línu og glerskápurinn. Ég ákvað að skreyta hann í stíl við borðið, en það var draumur hjá mér að vera með skenk við borðstofuborðið sem ég get skreytt við mismunandi tilefni eða notað sem auka borð fyrir drykki eða aðrar veitingar í veislum og matarboðum.

Mér finnst það koma einstaklega fallega út með þessari borðskreytingu að hafa löber frá Lín Design á skenknum sem er í stíl við borðdúkinn en þetta fallega gamla munstur Áttablaðarós er í miklu uppáhaldi hjá mér.

– Samstarf-

Lúsíuljósin og hvítu skrautgreinarnar eru úr Garðheimum en ég setti greinarnar í kristalsvasann minn frá Frederik Bagger sem er með sama mynstri og glösin á borðinu. Ég sá á heimasíðu Garðheima að það er 20% afsláttur af aðventuljósum hjá þeim til og með 21. nóvember 2020 með kóðanum ADVENTULJOS ef þið eruð að hugsa um að skreyta með aðventuljósum fyrir jólin.

Á borðið setti ég diskamottur frá H&M HOME og tauservíetturnar eru einnig þaðan. Utan um servíetturnar setti ég þessa fallegu perlu servíettuhringi frá Cote Table sem fást í Lín Design.

Samstarf –

Servíettuhringir með perlum og blómum

Ég elska öll svona smáatriði, en mér fannst litlu blómin í servíettuhringjunum passa svo vel með blómamynstrinu í stellinu frá Royal Copenhagen.

Öll kertin sem eru á borðinu keypti ég í Garðheimum ásamt litlu hvítu jólatrjánum og könglunum en kertastjakana fékk ég að gjöf frá góðri vinkonu sem vildi losa sig við þá. Ég elska að gefa hlutum nýtt líf svo ég þáði kertastjakana með þökkum þar sem ég er alltaf eitthvað að skreyta og get alltaf notað fallega stjaka.

Ég get lofað ykkur því að ég á eftir að gera fleiri borðskreytingar fyrir jólin því ég er konan sem á fjögur mismunandi matarstell (áður en þið dæmið bendi ég á að margir safna skóm)…..

Ég er líka að blanda saman áhugamáli og vinnu en ég er að vinna sem stílisti að borðskreytingum þessa dagana fyrir verslanir, tímarit og sjónvarpsþátt. Það eru því fjölbreytt verkefni framundan og þar sem ég elska aðventuna þá eru þetta skemmtilegustu verkefnin sem ég tek að mér!

Þar sem ég fæ listrænt frelsi í þessum verkefnum og ræð ferðinni hvað varðar efnisval, liti og þema þá líður mér nú bara eins og ég sé alls ekkert í vinnunni. Bara að leika mér við að búa til eitthvað fallegt sem gleður augað.

Leave a Reply

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s