Stofan heima

Við erum búin að vera í smá framkvæmdum heima síðan snemma í haust, en þegar við vorum búin að mála svefnherbergið fórum við beint í að mála stofuna og setja inn ný húsgögn.

Ég hef verið að sýna frá ferlinu á INSTAGRAM – BJARGEYOGCO og þar er hægt að sjá myndbönd og myndir af ferlinu fyrir áhugasama.

Liturinn sem við völdum á stofuna heitir STILLTUR og er frá SLIPPFÉLAGINU en hann var þessi fullkomni grái litur sem við vildum hafa í stofunni. Í dagsbirtunni er hann ljósgrár og bjartur en á kvöldin verður hann dýpri sem skapar einstaklega notalega stemningu.

Við vorum með stofuna í gráum lit áður en við máluðum en það eina sem við vildum breyta var að fá aðeins meiri dýpt í litinn og ég þurfti ekki nema eina prufu af STILLTUM til að vera fullviss um að þetta væri rétti liturinn.

Við erum að breyta stílnum í stofunni sem er mjög skemmtilegt verkefni, en ég var búin að sjá fyrir mér að hafa fallega svarta stóla við borðstofuborðið okkar sem er úr aski og er svo lifandi. Borðið heitir YPPERLIG en það var eitt af nokkrum húsgögnum í línunni sem HAY hannaði í samstarfi við IKEA fyrir nokkrum árum. Svarti glerskápurinn er líka úr IKEA og við fengum okkur skenk undir sjónvarpið úr sömu línu.

Ég var lengi að hugsa málið hvernig stóla ég vildi hafa en eftir að hafa skoðað mjög marga stóla í öllum helstu húsgagnaverslunum landsins þá var ekki aftur snúið þegar ég var búin að prófa að blanda saman Fritz Hansen Monochrome SJÖUM eftir Arne Jacobsen og svörtum CH24 WISHBONE CHAIR eftir Hans J. Wegner sem hann hannaði fyrir Carl Hansen & Son. Stólana keypti ég í Epal og þá þarf yfirleitt að sérpanta sem getur tekið nokkrar vikur.

Ég hef látið mig dreyma um þessa fallegu stóla í mörg ár en ég sá það alltaf fyrir mér að það gæti komið vel út að blanda þeim saman við borðstofuborðið. Þetta eru svo ólíkir stólar en báðir alveg einstaklega falleg hönnun og mér finnst þeir njóta sín mjög vel saman.

Draumastólarnir ramma inn borðið og mér finnst það setja einstaklega skemmtilegan svip á borðstofuna að hafa WISHBONE stólana á sitthvorum endanum og SJÖURNAR í miðjunni.

Ég tók eina mynd af borðstofunni þegar það var farið að rökkva úti og mér finnst dásamlegt að sjá hvernig litirnir breytast með myrkrinu úti og lýsingunni inni. Ljósið fyrir ofan borðstofuborðið er úr PFAFF og við erum búin að eiga það í rúm tvö ár.

Draumurinn er svo að setja fallega stóra mottu undir borðið til að koma með smá hlýju inn í stofuna. Við erum alveg í skýjunum með þessar breytingar og ég get ekki beðið eftir því að setja upp jólaljós og skraut í stofuna fyrir hátíðarnar.

Leave a Reply

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s