
Það er langt síðan að ég fékk að gera eitthvað ofurkrúttlegt á mínu heimili þar sem börnin eru orðin sjálfstæðir unglingar með sín eigin herbergi sem ég fæ skiljanlega ekki að stílisera eða raða í.
Það var því auðvelt fyrir mig að segja já við því spennandi verkefni að aðstoða við hugmyndavinnu og listræna ráðgjöf fyrir nýtt herbergi hjá einni þriggja ára dömu.

Það skemmtilega verkefni er í fullri vinnslu og við erum byrjuð að velja litapallettu, skoða húsgögn og kaupa inn fallega hluti fyrir nýja herbergið.
Ég fékk að kíkja í heimsókn til einnar uppáhalds frænku sem á yndislega fallegt herbergi til þess að fá hugmyndir og innblástur og ég fékk leyfi til að deila með ykkur nokkrum myndum frá heimsókninni.

Við völdum þessi fallegu bleiku rúmföt í samstarfi við Lín Design fyrir herbergið sem er í vinnslu og ég ákvað að mynda þau í tilbúnu herbergi til þess að sjá hvaða litir passa með þeim. Þetta eru rúmföt úr 100% bómull og einstaklega mjúk viðkomu.

Koddaverið með pífunni er bæði hægt að fá í setti með sængurveri og í stöku eins og ég nota hérna til þess að búa til hlýlegan bakgrunn.
Koddaver með pífu frá Lín Desgin
Rúmfötin eru úr 100% bómull með höráferð og fást bæði í barnastærðum og fullorðins.
Bómullarrúmföt með höráferð frá Lín Design

Eins og að svífa um á bleiku skýi…

Litirnir í rúmfötunum eru svo mjúkir og fallegir. Þeir passa að mínu mati mjög vel með hvítu, brúnu, gráu og öðrum bleikum litum.
Það er auðvelt að búa til rómantíska og draumkennda veröld með þessum litum og áferð.

Svo mjúkt og fallegt.

Það var mjög gaman að fá að kíkja í þetta fallega herbergi fyrir innblástur og prófa mig áfram með litapallettu og hugmyndir.
Ég tók saman hvaðan hlutirnir eru ef einhverjir fleiri en ég hafa séð góðar hugmyndir fyrir fallegt barnaherbergi.
Himnasæng: Söstrene Grene
Rúmföt: Lín DESIGN
Kanínulampi: DÚKA
Rúm: IKEA
Svanur: H&M HOME
Litur á vegg: Natural Grey nr.3 – Flugger
Blöðrur á vegg: DÚKA

Ég vona að þið hafið haft gaman að innlitinu í þetta dásamlega fallega dömuherbergi.
Ég hlakka til að sýna ykkur annað fallegt dömuherbergi innan skamms þegar það er tilbúið og fyrir ykkur sem hafið áhuga á breytingum, skipulagi og fallegum barnaherbergjum þá mun ég sýna frá ferlinu í story á Instagram – bjargeyogco.
