
Haustið er yndislegur tími fyrir okkur sem elskum blóm, plöntur og kertaljós.
Haustlyngið er það allra fallegasta að mínu mati þó sumarblómin séu auðvitað alveg dásamleg.
Í samstarfi við Garðheima fór ég að skoða plöntur og haustlyng til þess að skreyta hjá mér fyrir utan húsið. Garðskálinn í Garðheimum er fullur af fallegum haustplöntum núna og úrvalið er mjög mikið.
Hér eru nokkrar myndir frá heimsókninni:
Þegar heim var komið með dásamlegu plönturnar sem ég valdi mér setti ég í potta og raðaði á pallinn. Mér finnst alveg jafn skemmtilegt að skreyta úti eins og inni og núna sé ég fallegu haustplönturnar á pallinum út um stofugluggann.
Ég er með útipotta úr plasti og steypta potta sem fengu smá yfirhalningu, en þetta eru gamlir pottar sem ég fékk að gjöf frá tengdamömmu þegar hún var að breyta til hjá sér og ég ákvað að taka þá í smá make-over.
Hérna getið þið séð mynd af þeim fyrir og eftir og ef þið smellið á hlekkinn hér að neðan getið þið séð ferlið sem er mjög einfalt:
Núna fékk hjólaborðið nýtt hlutverk en í sumar var það notað undir blómabar og kalda drykki. Ég raðaði á borðið og í kring, en það er mikið skjól á pallinum svo ég á ekki von á því að þetta muni fjúka nema það sé von á stormi og þá set ég plönturnar í skjól.
Þessir fallegu litir!

Ég gæti setið endalaust úti á palli og horft á þessa litadýrð!
Ég setti líka plöntur í stigann upp að heita pottinum en það er dásamlegt að ligga þar núna með þetta fallega útsýni.

Ég er líka með nokkrar körfur úti undir plönturnar mínar, en mér finnst fallegt að blanda saman mismunandi pottum og körfum og gaman að nota það sem til er heima.

Stiginn í haustlitunum.

Mér finnst fallegt að blanda saman mismunandi plöntum og haustlyngi en hér er ég með Sýprus í körfunni, Eriku og Skrautkál saman í potti, fagurgræna Ilmsneplu eða Hebe í litla pottinum og set hana svo saman líka í öðrum potti með Pernettya sem er með fallegu hvítu berjunum.

Það er svo gaman að blanda nokkrum tegundum saman í pott því það er hægt að leika sér endalaust með útfærslur.

Fyrir ykkur sem viljið skoða fleiri myndir af haustplöntum þá set ég líka myndir og myndbönd í story á Instagram – Bjargeyogco.
Vertu velkomið fallega haust!
