Sumarblóm og sveitasæla

Við Emilia vinkona skelltum okkur í blómaferð um daginn. Stefnan var tekin á Hveragerði og Fljótshlíð í leit að fögrum sumarblómum ásamt því að eiga saman skemmtilegan dag.

Við byrjuðum á því að keyra til Hveragerðis og fá okkur hádegismat á Matkránni sem er staður sem ég mæli heilshugar með. Alvöru Smörrebrod og það besta sem ég hef smakkað á Íslandi!

Okkur Emiliu leið eins og við værum komnar til Köben í smá stund.

Við keyrðum svo áfram í átt að Hvolsvelli og fórum í heimsókn til foreldra Emiliu sem eru með garðyrkjusstöðina Garðaþjónustu Gylfa í Fljótshlíð.

Það er sannkallað blómahaf í gróðurhúsunum hjá Gylfa, en ég var í mestu vandræðum að ákveða hvaða sumarblóm ég ætti að velja mér í garðinn og á pallinn. Úrvalið var endalaust og svo mikið til af fallegum plöntum og blómum.

Ég endaði þó að sjálfsögðu með því að fylla bílinn af blómum til að njóta heima í sumar.

Það var grenjandi rigning á meðan við völdum okkur blóm en það kom ekki að sök. Þetta var eins og að fara inn í ævintýraheim, umkringd trjám og fallegum blómum.

Það jafnast ekkert á við það að eyða degi í gróðurhúsi, dásamleg næring fyrir líkama og sál.

Ég skellti svo í einn blómlegan gjafaleik á INSTAGRAM í samstarfi við Garðaþjónustu Gylfa, ég mæli með að þið kíkið á bjargeyogco á INSTAGRAM og taka þátt í leiknum til að eiga möguleika á að vinna 25.000 kr. gjafabréf fyrir trjáplöntum og sumarblómum frá Garðaþjónustu Gylfa. Ég dreg út einn heppinn vinningshafa 22. júní 2021.

Leave a Reply

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s