Sjúklega góð sjónvarpskaka

IMG_3529 (2)

Ef ykkur langar í einhverja djúsí köku um helgina þá mæli ég með þessari sjónvarpsköku, hún er algjört dúndur!

Ég ákvað að prófa kökuna og hún sló alveg í gegn hérna heima. Hún verður bökuð mjög fljótt aftur enda afmælisveisla frumburðarins á dagskrá eftir nokkra daga hér á bæ.

Sjónvarpskaka

 4 egg
300 gr sykur
1 tsk vanilludropar
250 gr hveiti
3 tsk lyftiduft
2 dl mjólk
50 gr smjör

Eggjum og sykri er blandað vel saman þangað til að blandan er orðin létt og ljós, þá er vanilludropunum bætt út í. Þurrefnin eru sigtuð saman við og loks allt blandað saman. Það er mikilvægt að sigta þurrefnin!

Að lokum er mjólk og smjör hitað saman þangað til að smjörið hefur alveg bráðnað, þá er blöndunni helt út í degið og hrært vel. Deigið verður mjög þunnt en ekki örvænta, það á að vera þannig.
Smyrjið gott form (skúffukökuform eða venjulegt smelluform, bara það sem þið eigið til) og mér finnst gott að dusta smá hveiti yfir það líka, þá er svo létt að ná kökunni úr. Deiginu er hellt í formið og svo inn í ofn við 180°c í 40mín.

Kókosblandan ofan á kökuna

200 gr. púðursykur
150 gr. kókosmjöl
100 gr. smjör
1/2 – 1 dl mjólk

Kakan er tekin úr ofninum, kókosblöndunni er dreift yfir hana og kökunni er svo stungið aftur inn í ofn í 5 mínútur.

Allt sett saman í pott við vægan hita og hitað þangað til smjörið er bráðið og öll hráefnin eru blönduð vel saman.

IMG_3545

Góða helgi og njótið vel!

IMG_3529 (2)

Undirskrift Bjargey

Leave a Reply

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s