
Ég sýndi ykkur fyrir stuttu Star Wars herbergi sonarins, en Fréttatíminn hafði samband eftir að ég birti myndirnar hér á blogginu og vildi fá að fjalla um herbergið í sérblaði um heimili og hönnun sem kemur út fyrir helgina.
Það var nú lítið mál, en ég er búin að klára meira í herberginu síðan ég sýndi ykkur myndir síðast svo ég ætla að sýna ykkur breytingarnar.
Hann er kominn með nýtt skrifborð, gamalt skrifborð frá afa sínum – kemur ótrúlega vel út í nýja herberginu og þar sem hann byrjar í skóla í haust er auðvitað mjög gaman að fá skrifborð í herbergið.
Myndirnar fyrir ofan skrifborðið eru íslensk hönnun eftir Rakel Ólafsdóttur og fást hjá Sker hönnunarhúsi. Ég kolféll fyrir stóru Star Wars myndunum frá henni og eftir að þær voru komnar upp í herberginu varð ég að eignast þessar litlu líka. Ótrúlega flottar!
Við erum að fara parketleggja efri hæðina, parketið er komið í hús en það er ekki komið á gólfið svo ég ákvað að skella þessari IKEA mottu á gólfið og hún kemur alveg ótrúlega vel út, ekki viss um að ég taki hana út aftur!
Það fer vel um leikföngin í IKEA hillunni
Félagarnir á sínum stað
Og þessir litlu Lego kallar….
Elska það hversu kósý það er að hafa smá af loftinu undir súð.
Rúmteppið er úr Rúmfatalagernum, púðarnir úr IKEA, lampi úr Söstrene Grene, náttborðið gamalt furu IKEA borð sem fékk skvettu af svartri málningu á sig og Stormtrooper myndin frá Sker hönnunarhúsi.
Málningin á veggjunum er Málarahvítt og Black Raven frá Slippfélaginu.