Lemon Chicken

IMG_3410 (2)

Sítrónur eru eitt það skemmtilegasta sem ég nota í matargerð. Það er hægt að gera svo margt úr þeim og þær gefa alltaf svo sætt en súrt bragð sem ég elska!

Þessi uppskrift er einföld og fljótleg en útkoman er mjög ljúffeng.

Uppskrift:

 • Kjúklingalæri og leggir
 • 2-3 sítrónur
 • Ferskt timijan krydd
 • Góð ólífuolía
 • 3 hvítlausrif
 • Eðal kjúklingakrydd
 • Sjávarsalt

Aðferð:

Setjið kjúklinginn í stóra skál og kreistið eina sítrónu yfir. Kryddið með Eðal kjúklingakryddi frá Pottagöldrum, sjávarsalti og setjið vel af ólífuolíu yfir. Leyfið kjúklingnum að marinerast aðeins í blöndunni og setjið hann svo í eldfast mót.
Setjið timijan greinar og niðurskorna sítrónusneiðar yfir ásamt hvítlauknum. Eldið i ofni í um 30 mínútur við 190 gráðu hita.

Skerið niður sæta kartöflu í þykka strimla og setjið á bökunarpappír eða á sílikon mottu. Kryddið með salti og pipar og hellið smá af góðri ólífuolíu yfir. Bakið í ofni fyrir ofan kjúklinginn í 30-40 mín.

IMG_3420

Berið fram með fersku salati og þessari dásamlegu Dijon dressingu.

 • 1 dós sýrður rjómi
 • 2 tsk Dijon sinnep
 • 1 msk hlynsíróp
 • örlítill sítrónusafi
 • salt og pipar

Njótið vel!

IMG_3425

undirskrift-bjargey

4 thoughts on “Lemon Chicken

 1. Girnileg uppskrift . Varstu með kjúklingalæri með skinni og er heildareldunartimi kjúklings 30+30 (40)eða samtals 60 70 mín svo ég skilji þetta rétt?

  Like

Leave a Reply

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s