Hugmyndir fyrir veisluna

IMG_1105_Fotor

Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á því að skipuleggja og halda veislur, enda finnst mér fátt skemmtilegra en að bjóða góðum gestum heim og eiga með þeim notalega stund.

IMG_1024_Fotor

Það er að mörgu að huga þegar góða veislu gjöra skal en aðalmálið er auðvitað að eiga skemmtilega stund með fólkinu sínu og gestum. Veislur eru stór hluti af lífinu, það er svo gaman að koma saman og gleðjast á tímamótum eins og afmælum, útskriftum, brúðkaupum, skírnum, nafnaveislum, fermingum og svo mætti lengi telja.

IMG_1035_Fotor

Þegar ég held veislu finnst mér best að byrja á því að skrifa niður gestalistann, ákveða næst hvaða veitingar ég mun bjóða uppá og síðan ákveða skreytingar og annað sem þarf að huga að áður en gesti ber að garði.

IMG_1044_Fotor

Síðastliðið ár hef ég verið í samstarfi við Tertugallerí Myllunnar og af því tilefni ætla ég að taka saman nokkrar af mínum uppáhalds kræsingum frá þeim sem ég hef boðið uppá í veislum hjá okkur fjölskyldunni.

Það er rétt að taka það fram að þó ég hafi verið í samstarfi við Tertugalleríið hef ég verslað þar í mörg ár og myndi ekki vera í samstarfi nema vera virkilega ánægð með vörurnar. Mitt álit í þessarri færslu er einlægt og beint frá hjartanu.

IMG_1066_Fotor

Snitturnar frá Tertugalleríinu eru algjör snilld í allar veislur! Þær fást í tólf mismunandi bragðtegundum svo allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi. Við vorum með snitturnar í aðalhlutverki í fermingarveislunni hennar Bryndísar Ingu í fyrra en myndir úr veislunni og af veisluborðinu getur þú skoðað með því að smella á hlekkinn hér að neðan:

Ferming Bryndísar Ingu

20180325_173755 (3)

Í fermingunni vorum við með glæsilegt eftirréttahlaðborð með tertum og kökum frá Tertugalleríinu og þær voru hver annarri betri.

20180325_173654 (3)
Bleiku bollakökurnar frá Tertugalleríinu voru æðislegar og alveg í stíl við kransakökurnar

Kransakökurnar pöntuðum við óskreyttar, en hægt er að fá þær frosnar og ósamsettar frá Tertugalleríinu. Við mæðgur skreyttum þær svo sjálfar með bleikum rósum og litlum súkkulaði páskaeggjum. Okkur fannst ómissandi að hafa kransakökur á boðstólnum í fermingunni og þær gerðu mikið fyrir veisluborðið.

20180325_173615 (3)

Fermingartertuna sjálfa pöntuðum við einnig frá Tertugalleríinu og daman valdi karamellu og daim fyllingu sem var æðisleg. Hún vildi sykurmassa yfir tertuna í stað þess að hafa marsípan og að sjálfsögðu græjaði Tertugalleríið það fyrir hana enda hennar veisla.

20180325_190713 (2)

Í fermingunni vorum við einnig með kransaskál en hún er svipuð þessarri æðislegu kransakörfu sem ég hafði í afmælisveislunni minni um daginn. Kransaskálin og karfan er fallega skreytt og með dásamlegu kransablómunum sem koma í fjórum tegundum og hægt að panta sér eða aukalega eftir því magni sem maður þarf.

IMG_1027_Fotor

Hérna getur þú séð glæsilegt úrval af kransakökum og kransablómum frá Tertugalleríinu:

Kransakökur og kransablóm

IMG_1024_Fotor

Í afmælinu mínu bauð ég upp á æðislega marsípantertu frá Tertugalleríinu en hún rann ljúflega niður hjá gestunum sem dásömuðu hana jafn mikið og ég!

IMG_0236_Fotor

Eitt af því sem ég get sagt að sé í algjöru uppáhaldi hjá okkur fjölskyldunni frá Tertugalleríinu eru brauðterturnar!

IMG_0248_Fotor

Þær eru hver annarri betri og klárast ALLTAF í öllum veislum hjá okkur. Það fyrsta sem ég skrifaði hjá mér eftir fermingarveisluna hennar Bryndísar var að hafa meira af brauðtertum í næstu fermingu!

IMG_0250_Fotor

Rúllutertubrauðin eru líka algjör snilld og spara manni tíma við undirbúning veislunnar, en þau koma tilbúin frá Tertugalleríinu og það eina sem maður þarf að gera er að hita þau í ofni og þá eru þau tilbúin.

Rúllutertubrauðin koma í tveimur útfærslum og eru virkilega bragðgóð.

Ég bauð upp á rúllutertubrauðin í afmæli sonarins í vetur og þú getur séð fleiri myndir úr veislunni hans með því að smella á hlekkinn hér að neðan:

Afmælisveisla á hverjum degi!

IMG_0350_Fotor

Hjá Tertugalleríinu er hægt að kaupa tilbúin brauðsalöt í 1 kg. dósum sem er ótrúlega þægilegt þegar maður vill búa til brauðtertur eða rúllutertubrauð sjálfur, sparar mikinn tíma og þau eru líka svakalega fersk og góð.

Ég hef líka boðið uppá þau í afmælisveislum með snittubrauði eða kexi. Ótrúlega vinsælt og gott á hvaða veisluborð sem er eða bara í saumaklúbbinn.

img_9725_fotor

Súkkulaðiterturnar frá Tertugalleríinu þarf vart að kynna en þessar æðislegu tertur eru í uppáhaldi hjá mörgum og renna út eins og heitar lummur!

Krakkarnir mínir vilja alltaf fá súkkulaðitertu frá Tertugalleríinu í afmælin sín og við höfum pantað þær í allskonar útfærslum enda er hægt að láta prenta á þær hvaða mynd sem er og hafa texta sem gera þær persónulegar og eins og afmælisbarnið óskar sér.

img_9789_fotor

Við pöntum líka súkkulaðiterturnar stundum óskreyttar og skreytum sjálf, allt eftir því hvað hentar hverju sinni.

img_9778_fotor

Veisluborðið í 12 ára afmælinu hennar Hrafnhildar í vetur var glæsilegt enda var afmælisstúlkan búin að plana það í marga mánuði og ákveða skreytingar, litaþema og veitingar – veit ekki hvaðan hún fær þennan veisluáhuga…hahaha!

img_9779_fotor

Hérna getur þú séð fleiri myndir úr afmælisveislunni hennar:

Afmæli með bleikum rósum og gylltu skrauti

Ég hef alltaf haldið upp á góðar marengstertur og finnst þær ómissandi í gott kökuboð. Ég verð að viðurkenna það að ég var efins að það væri hægt að kaupa góðar tilbúnar marengstertur en eftir að ég prófaði marengsterturnar frá Tertugalleríinu nenni ég eiginlega ekki að búa þær til sjálf lengur!

img_9750_fotor

Marengsbomban með ávöxtum er klassísk og bráðnar í munni!

Ferskir ávextir, svampbotn, rjómi og púðursykurmarengs – getur ekki klikkað. Toppað með súkkulaði og karamellu yfir ávextina.

img_9740_fotor

Mín allra uppáhalds er svo Banana og kókosbomban… þessi terta er bara guðdómlega góð! Tertan er með kókossvampbotni með súkkulaði, rjóma og banönum en stökki hlutinn inniheldur mulinn púðursykurmarengs með súkkkulaðiganas.

IMG_0243_Fotor

Veitingar frá Tertugalleríinu frá mín allra bestu meðmæli. Ég legg mikla áherslu á að bjóða upp á gæði og bragðgóðar veitingar í öllum mínum veislum og allt sem ég hef pantað frá Tertugalleríinu hefur staðist mínar kröfur um gæði, bragð, ferskleika og glæsilegt útlit.

IMG_1042_Fotor

Veisluborðið verður svo ótrúlega litríkt og fallegt með þessum dásamlega góðu snittum!

IMG_1080_Fotor

Ég get því mælt með veitingum frá Tertugalleríi Myllunnar í hvaða veislu sem er og mun halda áfram að panta hjá þeim sælkera veitingar í næstu veislur hjá okkur fjölskyldunni.

IMG_0263_Fotor

Það er sama hvað tilefnið er, stórt eða smátt – ég get alltaf treyst á að fá bragðgóðar veitingar á góðu verði frá Tertugalleríi Myllunnar.

Undirskrift Bjargey

Leave a Reply

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s