Ferskur blær á baðið

Ferskur blær á baðið

Haustið er alltaf sá tími sem mér finnst ég koma aftur heim eftir útiveru og ferðalög sumarsins. Ég hef vissulega verið eitthvað heima í sumar en ég nýti hverja stund til þess að vera úti í garði og ég elska að hugsa um sumarblómin mín og gera fallegt á pallinum. Núna er sumarfríið búið - [...]

Hvítt og fallegt

Hvítt og fallegt

Fallegu rúmfötin frá Lín Design hafa lengi verið í uppáhaldi hjá mér en þau eru silkimjúk og endast vel. Þessi færsla er unnin í samstarfi við Lín Design en ég hef unnið með Lín Design lengi og treysti því að fá 100% gæði og góða þjónustu þegar ég versla þar. Ég er mjög hrifin af [...]

Sumarið heima

Sumarið heima

Sumarið er tíminn - að minnsta kosti minn allra uppáhalds tími. Allt í einu er júní hálfnaður! Eins hægt og veturinn líður í mínum huga þá fer sumarið alltaf áfram á ljóshraða! Ég var búin að sjá það fyrir mér að flatmaga hérna í sólinni í allt sumar en svo er ég búin að vera [...]

Paradís á pallinum

Paradís á pallinum

Nú eru liðin átta ár síðan við fluttum í dásamlega húsið okkar sem við höfum verið að gera upp, skref fyrir skref og erum ekki búin enn....ég spái því að þetta muni taka 10 ár þar til við tökum hlé á framkvæmdum! Það gleður okkur hins vegar óendanlega mikið að pallurinn sem við byrjuðum að [...]

Verkefnalistinn heima

Verkefnalistinn heima

Gleðilegt sumar kæru vinir! Mikið er nú gott að sumarið sé komið og við getum farið að horfa fram á bjartari tíð. Ég ætla hér með að skrá þennan vetur í mínar sögubækur sem lengsta og leiðinlegasta vetur sem ég hef á ævinni upplifað. Erfið veikindi og slys, vont veður, atvinnumissir, verkföll og kórónuveira. En [...]

Fallegar og dúnmjúkar sængurgjafir

Fallegar og dúnmjúkar sængurgjafir

Hjá Lín Design fást yndislega falleg sængurföt fyrir þau minnstu, dúnsængur og koddar, fallegur ungbarnafatnaður og fylgihlutir. Það er alltaf svo yndislegt að fá tækifæri til að gefa sængur- eða skírnargjöf og oftar en ekki legg ég leið mína í Lín Design til þess að finna fallega og dúnmjúka sængurgjöf. Huggi ungbarnalínan er svo krúttleg [...]

Gyllt og glitrandi hátíðarborð

Gyllt og glitrandi hátíðarborð

Á hverju ári skreyti ég hátíðarborð, en mér finnst það ómissandi hluti af upplifuninni á aðfangadagskvöld að setjast niður við fallega skreytt borð og njóta matarins með fjölskyldunni. Í ár sá ég fyrir mér að nota gyllt, svart og fagurgrænt í skreytingarnar. Á hátíðarborðinu nota ég alltaf tauservíettur og skreyti á ólíkan hátt á hverju [...]

Minni tiltekt – meiri frítími!

Minni tiltekt – meiri frítími!

Í upphafi hvers árs eru flestir að taka niður jólaskrautið, margir setja sér ný markmið, skipuleggja og hreinsa til í lífinu. Við setjum athyglina á heilsuna, skipulag og tímastjórnun. Það er alltaf gott að hreinsa aðeins til, líta yfir farinn veg og ákveða hvað við viljum leggja áherslu á, eyða tíma okkar í og hvert [...]

Blátt og undurfagurt svefnherbergi

Blátt og undurfagurt svefnherbergi

Já ég sagði það, blátt og undurfagurt! Ég er algjörlega ástfangin af herberginu eftir breytingarnar! Það finnst kannski einhverjum sérstakt að ég kalli mitt eigið svefnherbergi undurfagurt en afhverju ætti maður ekki að segja það sem manni raunverulega finnst? Við ákváðum að gefa svefnherberginu smá upplyftingu og í samstarfi við Slippfélagið og Lín Design varð [...]