Hjarta heimilisins

Nú eru að verða komin 6 ár síðan við fluttum í litla kósýhúsið okkar í Hófgerðinu og það var kominn tími á að mála stofuna og borðstofuna enda mæðir töluvert á veggjum hjá fjölskyldu með börn og hund! Við ákváðum að gefa stofunni smá upplyftingu á dögunum og máluðum hana í nýjum lit og breyttum…

Einfalt en fallegt

Það má með sanni segja að fegurðin búi í einfaldleikanum, eða það finnst mér allavega. Ég hef alltaf heillast að skreytingum sem eru einfaldar og því að hafa fáa en fallega hluti í kringum mig. Ég myndi alls ekki telja mig vera mínimalista en hugmyndafræðin höfðar til mín á vissan hátt. Og það sem ég…

Töff rúmföt í strákaherbergið

Ísbjörninn ógurlegi er mættur í herbergi sonarins!  Hann er reyndar ekki svo ógurlegur, eiginlega bara hrikalega krúttlegur…..og flottur! Mér finnst hann smellpassa í herbergið með svarta litnum sem sonurinn valdi alveg sjálfur, en hann heitir Black Raven og er frá Slippfélaginu. En þessi flottu rúmföt eru frá Lín Design og setja svo skemmtilegan svip á herbergið….

Gullfalleg sængurföt frá Lín Design

Í samstarfi við Lín Design ætla ég að sýna ykkur þessi gullfallegu rúmföt sem ég var að fá á hjónarúmið fyrir jólin. Eigendur verslunarinnar höfðu samband við mig og voru svo yndisleg að leyfa mér að velja mér rúmföt að eigin vali til að geta haft glænýtt á rúminu um jólin, en þau vissu hversu…

Gull og glamúr fyrir jólin

Það er aldrei of mikið af gulli og glamúr fyrir jólin. Meira að segja ég sem vel frekar mínimalískar skreytingar get alveg misst mig aðeins í gylltu og glitrandi skrauti á þessum árstíma. Það glitrar svo fallega á pallíettur og glimmer í skammdeginu þegar jólaljósin fara að lýsa upp heimilið. Hugmyndin að þessari borðskreytingu er…

Jólagjafir og falleg innpökkun

Allt frá því ég var lítil stelpa hef ég haft gaman að því að pakka inn jólagjöfum. Ég er ekki viss um að mömmu hafi fundist áhugi minn eins skemmtilegur þegar ég var að taka mín fyrstu skref í innpökkun enda man ég að það endaði oft þannig að mamma pakkaði aftur inn á eftir…

Innlit í stofuna

Það er kominn svo dásamlega fallegur vetrarsnjór að litla jólahjartað mitt hefur tekið nokkur aukaslög í dag. Ég stóðst ekki mátið að taka nokkrar myndir af fegurðinni og tók nokkrar í leiðinni af stofunni okkar. Það er meira en ár síðan ég setti inn einhverjar myndir af stofunni svo það var alveg kominn tími til….

Baðherbergið mitt

Baðið er minn griðarstaður. Ég elska að leggjast í heitt bað á kvöldin og finna þreytuna líða úr líkamanum. Kertaljós og ljúfir tónar….getur ekki orðið betra. Meraki sápurnar keypti ég í Kaupmannahöfn í vor ásamt fallega DAY ilmkertinu. Sápurnar koma ekki bara í guðdómlega fallegum umbúðum heldur ilma þær líka dásamlega. Þegar við fluttum í…

Jólainnlit Morgunblaðsins

Morgunblaðið kíkti í heimsókn til okkar um daginn, en tilefnið var Jólablaðið þeirra sem kom út 1.desember. Mér fannst nú ekki leiðinlegt að þurfa að skreyta stofunna aðeins fyrr en vanalega, en myndatakan var um miðjan nóvember svo þetta var í fyrra fallinu í ár. Jólasokkarnir komnir út í glugga. Eins og venjulega hjá mér…

Persónulegir gjafapokar

  Verslunin A4 skoraði á nokkra bloggara að sýna eitthvað sniðugt jólaföndur og lét okkur hafa 5000 kr. inneign til að útvega okkur efni í verkefnið. Ég tók þessari áskorun að sjálfsögðu enda finnst mér fátt skemmtilegra en að dúlla mér í einhverju jólaföndri fyrir jólin. Ég fékk mér þessa sniðugu bréfpoka ásamt límmiðum, litlum…