Áramótaborð

Í samstarfi við Partýbúðina skreytti ég áramótaborð heima og ég ætla að sýna ykkur hvernig ég sé skreytingarnar fyrir mér í ár.

Við fjölskyldan verðum heima um áramótin og bjóðum nánustu fjölskyldu til okkar. Það er alltaf gaman að skreyta fallega fyrir gamlárskvöld og þó við verðum ekki mörg þá langar mig að skapa skemmtilega partýstemningu og kveðja árið 2020 með stæl!

Ég er mjög hrifin af því að nota svart og gyllt í skreytingar um hátíðarnar en mér finnst það gera borðið glæsilegt og hátíðlegt á sama tíma. Reyndar finnst mér eiginlega bara allt sem glitrar vera flott um áramótin en það er aldrei of mikið af pallíettum og glimmeri að mínu mati!

Ég byrjaði á því að hengja upp veggborða sem stendur á Happy New Year og setti gyllt krullubönd á ljósakrónuna. Allt skrautið fékk ég í Partýbúðinni en þangað fer ég alltaf ef mig vantar flott skraut fyrir afmæli, veislur og partý.

Borðið skreytti ég með allskonar skemmtilegu dóti sem gaman er að leika sér með á gamlárskvöld. Gyllt knöll, 2021 gleraugu sem geta líka verið mjög flott borðskraut, gyllt rör, blástursýlur, grímur og hattar.

Hérna er hægt að skoða skrautið sem ég notaði í vefverslun Partýbúðarinnar:

Gyllt knöll

Gyllt 2021 gleraugu

Servíettur Happy New Year

Borðskraut

Blástursýlur

Grímur á priki

Gyllt rör

Perlufestar

Gatsby hattur

Strýtuhattur

Happy New Year – veggborði

Mér finnst alltaf gaman að hafa blöðrur þegar ég skreyti fyrir partý og veislur og ég hafði því nokkrar gylltar, svartar og glærar fylltar með gullflögum við hliðina á borðinu til að skapa skemmtilega stemningu í stofunni.

Partýbúðin sendir frítt heim ef verslað er fyrir 10.000 kr. eða meira en það eru líka margir sendingarmöguleikar í boði og hægt að skoða þá alla nánar hér á heimasíðu Partýbúðarinnar.

Fyrir áramótin verður hægt er að fá helíumblöðrur sendar heim á höfuðborgarsvæðinu með hraðsendingu. Það verður opið fram á kvöld milli jóla og nýárs og opið til 17:00 á gamlársdag og þann dag er einnig hægt að fá þurrís.

Gleðilegt nýtt ár kæru vinir og gangið hægt um gleðinnar dyr!

Leave a Reply

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s