
Bjargey Ingólfsdóttir
B.A. félagsráðgjöf frá Háskóla Íslands
Craniosacral Therapy hjá Upledger á Íslandi
EASO ECPO Patient Council
Síðastliðin þrjú ár hef ég haldið fjölda fyrirlestra um mína vegferð í átt að betri heilsu og líðan. Ég hef haldið sjálfstyrkingarnámskeið innanlands og utan þar sem ég fór með hópa af konum í endurnærandi heilsuferðir. Ég gaf út bækurnar Hamingjubók og Draumabók og hef unnið að námskeiðum í Heilsuborg fyrir fólk sem er á sinni vegferð í átt að betri heilsu. Ég starfa fyrir Evrópsku samtökin EASO ECPO, hef haldið fyrirlestra á vegnum samtakanna, sótt ráðstefnur, námskeið og málstofur.
Leiðin að hjartanu – Einstaklingsráðgjöf
Leiðin að hjartanu er ráðgjöf sem styður einstaklinginn á sinni vegferð í átt að markmiðum sínum, betri heilsu og líðan. Leiðin að hjartanu er fyrir alla sem vilja auka kærleika til sjálfs síns, sýna sér samkennd, læra að standa með sjálfri/sjálfum sér og elska sig skilyrðislaust.
Í ráðgjöfinni byrja ég á því að fara með manneskjunni í gegnum sína sögu því öll lífsreynsla hefur áhrif á okkur sem einstaklinga. Með því að skoða söguna okkar sjáum við hvað við höfum lært af því að fara í gegnum mismundandi verkefni og hlutverk í lífinu og hvernig það hefur þroskað okkur sem manneskjur. Við erum öll einstök og tökumst á við ólíkar áskoranir og áföll í lífinu. Ég skoða það með einstaklingnum hvaða markmiðum og áföngum hann hefur náð og hvað hann stefnir á í framtíðinni.
Ráðgjöfin miðar að því hjálpa einstaklingnum að efla trú á eigin getu. Finna hvar styrkleikar sínir liggja og hvernig hann getur notað þá til að hámarka lífsgæði sín í einkalífi og starfi. Í ráðgjöfinni fer ég í markmiðasetningu og hvernig við getum sett okkur raunhæf markmið sem leiða okkur að takmarkinu.
Markmið ráðgjafarinnar er að styðja við einstaklinginn á sinni vegferð að læra að treysta innsæi sínu, standa með sjálfum sér og láta drauma sína rætast.
Leiðin að hjartanu getur verið valdeflandi fyrir einstaklinginn og eykur sjálfstraust hans til að takast á við sín verkefni með trú á eigin getu. Hlutverk mitt sem ráðgjafa er að vera staðar fyrir einstaklinginn á sinni vegferð sem lífið er.
Til þess að bóka tíma í einstaklingsráðgjöf er hægt að senda mér tölvupóst á netfangið bjargeyogco@gmail.com
Einstaklingsráðgjöf fyrir þá sem vilja aðstoð vegna ofþyngdar
Síðastliðin ár hef ég unnið að þróun námskeiða með Erlu Gerði Sveinsdóttur lækni sem sérhæfir sig í meðferð offitu. Námskeiðin eru fyrir fólk með sjúkdóminn offitu og hef ég komið að námskeiðunum með fyrirlestrum fyrir hópana síðastliðin þrjú ár.
Ég starfa með Evrópsku samtökunum EASO ECPO – European Coalition for People living with Obesity en markmið samtakanna er að fræða almenning og fagfólk um sjúkdóminn offitu og hef ég fengið það tækifæri að fara á vegum samtakanna um allan heim á ráðstefnur, málþing og námskeið þar sem ég hef deilt minni sögu og vegferð sem einstaklingur sem lifir með sjúkdómnum offitu og hvaða leiðir ég hef farið til þess öðlast betri heilsu og lifa heilbrigðum lífsstíl í sátt við sjálfa mig.
Offita er langvinnur efnaskiptasjúkdómur sem einkennist af aukinni fitusöfnun í líkamanum. Flókið samspil líffræðilegra þátta, erfða, atferlis, félagslegra- og umhverfisþátta taka þátt í stjórnun orkujafnvægis og söfnunar orkuforða. Offita getur leitt til margvíslegra sjúkdóma og skerðingar á lífsgæðum. Meðferð einstaklings með offitu kallar á heildræna nálgun þar sem huga þarf að daglegum lífsháttum, næringu, matarvenjum, hreyfingu, andlegri líðan og svefni.
Heimild: Embætti landlæknis og Félag fagfólks um offitu
Ég býð upp á einstaklingsráðgjöf fyrir þá sem vilja aðstoð vegna ofþyngdar og aðstoða einstaklinginn við að setja upp sína persónulegu áætlun. Í ráðgjöfinni fer ég yfir alla grunnþætti heilsu, svefn, matarræði, líðan, sjálfsumhyggju og hreyfingu. Ég mæti einstaklingnum þar sem hann er staddur og hver og ein áætlun tekur mið af því hvað einstaklingurinn vill helst aðstoð með.
Í viðtölum er ég til staðar fyrir einstaklinginn og held utan um áætlunina sem við gerum í sameiningu. Þar sem offita er flókið samspil líffræðilegra þátta, erfða, atferlis, félagslegra- og umhverfisþátta þá tekur áætlunin mið af aðstæðum hvers og eins.
Ráðgjöfin miðar að því hjálpa einstaklingnum að efla trú sína á eigin getu. Finna hvar styrkleikar sínir liggja og hvernig einstaklingurinn getur notað þá til að auka lífsgæði sín. Í ráðgjöfinni fer ég í markmiðasetningu og hvernig við getum sett okkur raunhæf markmið sem leiða okkur að takmarkinu.
Hlutverk mitt sem ráðgjafa er að leiðbeina og veita ráðgjöf um heilbrigðan lífsstíl og vera staðar fyrir einstaklinginn á sinni vegferð í átt að betri heilsu og líðan. Sem einstaklingur sem lifir með sjúkdómnum offitu veit ég hversu mikilvægt það er fyrir einstaklinga sem vilja aðstoð vegna ofþyngdar að geta rætt við aðila sem hefur aflað sér þekkingar um sjúkdóminn offitu og meðferð hans og hefur reynt þær meðferðir sjálfur.
Ég er þakklát fyrir þá þekkingu og reynslu sem ég hef fengið með því að vinna með Erlu Gerði Sveinsdóttur lækni sem sérhæfir sig í meðferð offitu, að þróun námskeiða fyrir fólk sem vill aðstoð vegna offitu og haldið fyrirlestra á þeim námskeiðum.
Ég er einnig mjög þakklát fyrir það tækifæri að hafa fengið að starfa með samtökunum EASO ECPO sem hafa það að markmiði að fræða um sjúkdóminn offitu, forvarnir og meðferð hans. Þessi reynsla hefur gefið mér innnsýn í líf fólks sem lifir með sjúkdómnum offitu ásamt því að hjálpa mér að skilja sjúkdóminn offitu betur með því að fræðast og afla mér þekkingar á því sviði. Ég hef fengið það tækifæri síðastliðin þrjú ár að sitja ráðstefnur fyrir fagfólk sem vinnur að málefnum offitu auk þess að hafa setið námskeið, fyrirlestra og málstofur um sjúkdóminn offitu, orsakir hans og afleiðingar.
Til þess að bóka tíma í einstaklingsráðgjöf er hægt að senda mér tölvupóst á netfangið bjargeyogco@gmail.com