Silkimjúk húð og dekur

Ég ætla ætla ekkert að reyna fegra sannleikann neitt en ég elska allt dekur fyrir húðina….krem og maska, krem og fleiri krem, serum og krem. Sagði ég krem?

Ég reyni að gefa mér tíma daglega til þess að hugsa vel um húðina, bæði er það heilög stund fyrir mig í friði og mér líður vel ef húðin er í góðu standi.

13DCAFF4-BDD7-4910-9433-945809DE5BF4 2

Ég ætla að deila með ykkur nokkrum af mínum uppáhalds húðvörum til gamans og tek það fram að mér hefur alveg dugað að eiga eitt gott rakakrem í gegnum tíðina en þetta er orðið að áhugamáli að prófa allskonar krem svo ég hef kannski keypt mér aðeins fleiri síðasta árið en ég hef þurft á að halda….

Tek það líka fram að þessi færsla er ekki unnin í neinu samstarfi og allar vörurnar hef ég keypt sjálf…

IMG_5884

Fyrsta kremið er Clinique Moisture Surge en það finnst mér alveg ótrúlega gott að nota ef ég finn að húðin er orðin þurr því það gefur samstundis raka og húðin verður einstaklega mjúk viðkomu. Þetta krem virkar um leið og fer hratt inn í húðina, og eftir nokkur skipti er húðin orðin rakameiri. Kremið er líka kælandi og ég elska að taka það með mér í ferðalög. Maskinn í sömu línu er líka mjög fínn og ég ber hann stundum á mig fyrir nóttina.

IMG_5882

Áður en ég fer í næsta krem langar mig að nefna að það skiptir ótrúlega miklu máli að húðin sé hrein áður en maður ber á sig gott krem og ég nota mikið hreinsivörurnar frá Clinique til þess að taka af farða og nota alltaf milt hreinsikrem frá þeim daglega.

Það er líka gott að hreinsa húðina dýpra reglulega og mér finnst hreinsimaskarnir frá GLAMGLOW æðislegir. Þeir taka burtu öll óhreinindi og tilfinningin í húðinni eftir notkun er dásamleg.

IMG_5869 2

Ég nota þennan gula GLAMGLOW INSTAMUD alveg annan hvern dag en hann er bara á húðinni í eina mínútu en er á sama tíma ótrúlega öflugur. Hvíti GLAMGLOW maskinn er eins og grár leir og hann nota ég um það bil einu sinni í viku. Maskinn er mjög djúphreinsandi og frískandi. Ef þið eruð með viðkvæma húð eins og ég, passið ykkur að hafa hann ekki of lengi á í einu.

IMG_2076 2

Áður en ég ber á mig gott rakakrem þá set ég á mig serum. Þessi þrjú frá ESTÉE LAUDER á myndinni hér að ofan eru í uppáhaldi en ég á líka góð serum frá BIOEFFECT og DRUNK ELEPHANT.

Serum er vökvi sem maður setur á hreina húð en hann fer hratt inn í húðina og inniheldur virk efni sem eru einskonar næringarbomba fyrir húðina. Serum er ekki rakakrem, og maður ber það á sig á undan kreminu. Serum vinna gegn öldrun húðarinnar og gera hana rakameiri. Mín upplifun af því að nota serum á undan rakakremi er að finna meiri þéttleika í húðinni og hún verður silkimjúk.

IMG_5845

Næsta krem sem ég verð að segja að sé í uppáhaldi er Protini Polypeptide Cream frá Drunk Elephant sem ég keypti nýverið í USA, en það fæst því miður ekki á Íslandi. Ég veit að einhverjir aðdáendur panta þessar vörur á netinu og fá sendar til Íslands. Þetta krem er ótrúlega létt og frískandi en gefur góðan raka. Það er ríkt af próteini og aminósýrum og gerir áferðina á húðinni sléttari og fyllir upp í línur. Ég féll alveg fyrir Protini og fékk mér eitt lítið í ferðastærð líka til þess að geta haft í snyrtibuddunni á ferðalögum.

D8607761-85FF-429B-8886-8D0504296B9C

Annað æðislegt krem frá sem ég féll fyrir frá Drunk Elephant er þetta C -Tango Multivitamin Eye Cream. Ég hef prófað allskonar augnkrem en aldrei fundið neitt sem hefur gert mikið fyrir mig fyrr en ég prófaði þetta. Nú verður ekki aftur snúið! Það ilmar líka dásamlega…

IMG_5857

Fyrst ég er á annað borð að segja ykkur frá Drunk Elephant þá verð ég að nefna að þessi F – Balm rakamaski frá þeim er algjör bomba! Ég elskaði að setja hann á mig eftir daginn í sólinni þegar við vorum í fríinu um daginn – svo ferskur og kælandi.

IMG_5847

Og talandi um sól þá er sólarvörnin frá Drunk Elephant æðisleg, fer hratt inn í húðina og klístrast ekki neitt. Ég notaði hana mjög mikið úti í Orlando og keypti mér einmitt eina túpu með smá bronzer í líka þannig að maður fær smá lit með sólarvörninni í leiðnni sem mér finnst æði því ég nenni ekki að setja á mig neinn farða þegar ég er úti í sólinni.

IMG_5853

Þar sem sólin er nú ekki alveg búin að boða komu sína fyrir sumarið þá get ég deilt því með ykkur að þetta Body Lotion frá ST. TROPEZ gefur smá lit og ljóma. Ég mætti alveg vera duglegri að bera það á mig en ég verð alltaf jafn ánægð þegar ég dríf mig því!

IMG_5878

Þriðja rakakremið sem mig langar að mæla með fæst svo sannarlega á Íslandi enda íslenskt hugvit og framleiðsla. BIOEFFECT DAYTIME er búið að vera uppáhalds rakakremið mitt í að verða tvö ár. Það bara klikkar ekki! Gefur góðan raka, róar húðina og gerir hana silkimjúka. Elska þetta krem!

Get mælt með öllum vörunum frá BIOEFFECT, hreinar gæðavörur. Nýji rakamaskinn frá þeim er geggjaður og EGF DAY SERUM er í miklu uppáhaldi hjá mér.

6A190448-1AAE-4545-BABB-9A05314C6D69

Ég vona að þið séuð frísk, farið vel með ykkur og séuð eins mikið heima og þið getið. Það er að minnsta kosti hægt að stytta sér stundir með smá dekri og bera á sig gott krem!

Undirskrift Bjargey

 

 

Leave a Reply

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s