Siesta Key Beach

Skemmtilegar stendur er eitthvað sem ég fell alltaf fyrir en Siesta Key Beach er ein sú allra fallegasta sem ég hef heimsótt.

IMG_3771

Við fjölskyldan ákváðum að heimsækja Sarasota og Siesta Key Beach á ferðalagi okkar í Flórída í vetur og gistum á hóteli við stöndina.

IMG_3744

Tropical Breeze Resort er íbúðahótel alveg við ströndina svo það var gott að geta bara rölt niður á strönd frá íbúðinni okkar, en við vorum í stórri íbúð með tveimur svefnherbergjum, stofu, eldhúsi og baði.

IMG_3803

Í garðinum við hótelið var upphituð sundlaug sem kom sér vel þar sem við vorum á ferðinni í febrúar og ekkert sérstaklega gott að stinga sér í ískalda sundlaug á þeim árstíma, en hitinn var samt sem áður um 24 gráður svo okkur fannst bara mjög ljúft að leika okkur í lauginni og sóla okkur við sundlaugarbakkann.

IMG_3864

Alltaf stuð í sundlauginni!

IMG_3830

Systkinin skemmtu sér svo vel í sundlauginni að ég þurfti bókstaflega að veiða þau uppúr um kvöldið þegar sólin var löngu farin!

IMG_3834

Ég slakaði hins vegar aðallega á við sundlaugarbakkann þó ég hafi alveg skellt mér nokkrum sinnum í laugina og tekið nokkra boltaleiki með krökkunum.

IMG_3883

Það er rólegt og notalegt andrúmsloft á Siesta Key og hótelið okkar var við Ocean Boulevard sem er skemmtileg gata sem iðaði af mannlífi með úrvali af veitingastöðum, litlum verslunum og kaffihúsum.

IMG_3954

Við fórum út að borða eitt kvöldið á skemmtilegan veitingastað sem heitir The Hub Baja Grill þar sem við sátum úti og nutum þess að fylgjast með mannlífinu og borða góðan mat saman.

IMG_3945

Þeir eru frægir fyrir fisk og rækju Tacos svo við urðum auðvitað að prófa það!

IMG_3920

Og á alvöru strandstöðum eru að sjálfsögðu góðir kokteilar sem ég lét ekki fram hjá mér fara! Frozen Strawberry Daquiri er það besta eftir dag í sólinni…

IMG_3940

Bestu mín að njóta lífsins í fríinu.

IMG_3906

Mjög flottur staður og mikið lagt í að skapa réttu stemninguna.

IMG_3956

Það var yndislegt að geta farið á ströndina í smá boltaleik enda dásamlega falleg strönd.

IMG_4375

Þessir kofar fyrir strandverðina eru það krúttlegasta.

IMG_4393

Ströndin hefur fengið mörg verðlaun og er að sjálfsögðu dásömuð fyrir einstaka fegurð, en það er líka mjög góð aðstaða fyrir gesti sem er ekki allsstaðar.

IMG_4378

Æðisleg strönd sem við munum klárlega heimsækja aftur!

IMG_4406

Ég er komin þangað aftur í huganum við það að skoða þessar myndir! Og ekki veitir af smá upplyftingu á þessum tímum sem við erum að ganga í gegnum núna.

IMG_4345

Svo fallegt…

IMG_4304

Draumur!

IMG_4413

Hvítur sandur, hafið og blár himinn!

IMG_3770

Takk fyrir okkur Siesta Key Beach!

IMG_4410

Undirskrift Bjargey

 

 

 

Leave a Reply

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s