Sælkera pizzur

IMG_6128 (3)

Um jólin í fyrra gerði ég pizzu með jólalegu ívafi og birti hérna á blogginu. Pizzan vakti áhuga blaðamanns hjá Fréttablaðinu sem bað mig að gefa Jólablaði Fréttablaðsins í ár uppskrift að ljúffengri jólapizzu.

IMG_6023 (2)

Það gerði ég svo sannarlega með ánægju enda veit ég fátt skemmtilegra en að búa til uppskriftir og dekka fallega skreytt jólaborð. Svo eru pizzur alveg í uppáhaldi hjá mér!

IMG_6156 (2)

Þar sem ég er svo mikill sælkeri gat ég ekki valið á milli tveggja uppskrifta sem ég hafði í huganum svo ég ákvað að gefa tvær uppskriftir og hver og einn getur valið sitt uppáhald.

IMG_6133 (2)

Aðventupizza

BJARGEY & CO. 

Pizzabotn
Pizzasósa
Rifinn ostur
Hráskinka
Mozzarella-ostakúlur
Klettasalat
Ristaðar hunangshnetur

Bakið pizzabotn að eigin vali, heimagerðan eða beint úr búðinni. Setjið pizzasósu á botninn og rifinn ost. Bakið við 200°C í 10 mínútur. Takið bakaða pizzuna úr ofninum og setjið mozzarella-kúlur, klettasalat og hráskinku yfir. Stráið að síðustu ristuðum hunangshnetum yfir en þær gefa pítsunni dásamlegt jólabragð.

IMG_6156 (2)

Hátíðapizza

BJARGEY & CO.

Pizzabotn
Pizzasósa
Fullelduð kalkúnabringa
Rifinn ostur
Döðlur
Sultaður rauðlaukur
Mascarpone-rjómaostur
Klettasalat á toppinn

Magn af áleggi fer eftir smekk hvers og eins, og er tilvalið að nota afganga af hátíðarkalkún. Búið til sultaðan rauðlauk með því að steikja rauðlauk upp úr íslensku smjöri og púðursykri þar til laukurinn er orðinn mjúkur og með karamelluáferð. Bakið pizzuna með kalkún, osti, döðlum og mascarpone rjómaosti við 200°C í 10 mínútur eða þar til hún er tilbúin. Setjið sultaðan rauðlauk og klettasalat á toppinn og njótið vel!

IMG_6149 (2)

Undirskrift Bjargey

 

Leave a Reply

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s