Dúnmjúk draumakaka

Uppáhalds súkkulaðiterta okkar allra í fjölskyldunni!

Uppskrift:

  • 220 gr. púðursykur
  • 150 gr. smjör
  • 2 egg
  • 300 gr. hveiti
  • 40 gr. Síríus Konsum kakó
  • 1 tsk. lyftiduft
  • 1 tsk. matarsódi
  • 4 dl. mjólk

Aðferð:

  • Þeytið púðursykurinn og smjörið saman þar til blandan verður létt og ljós. Setjið síðan eggin saman við og hrærið vel saman.
  • Blandið svo þurrefnunum saman við.
  • Hrærið vel saman á miðlungshraða.
  • Hellið deiginu í tvö hringlaga form, ég smyr þau aðeins að innan með íslensku smjöri. Bakið svo við 170-180 gráður á blæstri í 15-20 mín. Bökunartíminn getur verið misjafn eftir bakaraofnum svo langbest er að nota grillpinna og stinga í kökuna þegar hún lítur út fyrir að vera tilbúin, ef hann kemur hreinn út er hún tilbúin.

Krem uppskrift:

  • 500 gr. flórsykur
  • 300 gr. íslenskt smjör
  • 50 gr. Síríus Konsum kakó
  • 2 tsk. vanilludropar
  • 4 msk. gott kaffi

Aðferð:

  • Skerið smjörið í litla bita og þeytið lengi þar til það er orðið hvítt og létt. Bætið þá flórsykri við og þeytið aftur mjög vel.
  • Bætið kakó, kaffi og vanilludropum útí og hrærið vel saman. 
  • Þegar kakan er orðin hæfilega köld setjið þið kremið á.

Njótið vel!

3 thoughts on “Dúnmjúk draumakaka

  1. Þessi er svakalega góð, var með hana í afmæli og það voru margir sem höfðu orð á því hvað hún væri góð 🙂 Takk fyrir 🙂

    Liked by 1 person

Leave a Reply

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s