Verkefnalistinn heima

Gleðilegt sumar kæru vinir!

Mikið er nú gott að sumarið sé komið og við getum farið að horfa fram á bjartari tíð. Ég ætla hér með að skrá þennan vetur í mínar sögubækur sem lengsta og leiðinlegasta vetur sem ég hef á ævinni upplifað. Erfið veikindi og slys, vont veður, atvinnumissir, verkföll og kórónuveira. En ég legg það ekki í vana minn að dvelja í fortíðinni og ætla því ekki að eyða einu orði um það meir hvað þetta var ömurlegur vetur. Það er strax farið að birta til og ég veit í hjarta mínu að þetta verður gott og yndislegt sumar.

EF873599-9BFA-44BE-AEA0-C332A1D4153B

Síðasta sumar byrjuðum við á framkvæmdum heima og nú höfum við sest niður og gert áætlun fyrir næstu mánuði hvað verður klárað og hvað okkur langar til þess að gera meira. Ég hugsaði með mér að það væri gaman að deila með ykkur hvað við erum að vinna að og leyfa ykkur að fylgjast með ferlinu.

D1EE0B0D-0822-4083-8F7E-4ADEAA01B550

Við kláruðum að smíða pallinn síðasta sumar og nú er komið að því að bera á viðinn og ég ætla að gera huggulegt á pallinum, setja blóm og fá mér sólbekk.

IMG_3904

Einnig er það á dagskrá að setja hurð út á pall úr stofunni, en þið sjáið á myndinni hér að ofan að stóri stofuglugginn mun þá breytast í glerhurð. Það verður mjög gott að geta gengið beint út á pall frá stofunni í stað þess að fara alltaf í gegnum svefnherbergið eins og við gerum núna.

46C915EE-8C0D-4D99-B3AD-9A80EA33CC9B

Við ætlum svo sannarlega að njóta þess að vera á pallinum í sumar, grilla, hanga í pottinum og í sólbaði. Já og auðvitað vera í smá framkvæmdum líka….ekki gætum við tekið heilt sumar án þess að framkvæma eitthvað!

2C182ED9-D916-4676-9765-6BD1ABBA51B1

Síðasta sumar var allt rafmagnið tekið í gegn í húsinu, dregið í nýtt, við bættum við tenglum, settum ný ljós og létum skipta um rafmagnstöflu. Þetta var svakalega mikil vinna og ég get get eiginlega ekki lýst því hversu glöð ég er að það er búið. Við gátum ekki búið í húsinu í tvær vikur á meðan þessu stóð.

5F446B15-C046-46D3-B9EB-EED3B8E7CA0D

Einnig skiptum við um tæki í eldhúsinu sem voru farin að bila, fengum okkur nýjan ísskáp, uppþvottavél og settum ný blöndunartæki í vaskinn.

IMG_5795

Við náðum hins vegar ekki að klára alveg og nú verður eldhúsið klárað og við ætlum að setja nýja borðplötu, mála og setja nýtt loftljós. Ég mun að sjálfsögðu deila með ykkur útkomunni þegar allt er tilbúið.

Við gerðum okkur lítið fyrir í fyrra og breyttum þvottahúsinu í nýtt baðherbergi. Það var reyndar framkvæmd sem tók mjög langan tíma, en við þurftum að brjóta upp gólf, setja nýja lagnagrind, múra, flota og flísaleggja.

IMG_6462

Eftir erfiðisvinnuna tók skemmtilegri hluti við en við settum upp innréttingu, spegil, handklæðaofn,  rennihurðir fyrir lagnagrindina og gerðum baðið huggulegt með plöntum og fallegum sápum.

IMG_6934

Ég verð að viðurkenna að ég er ótrúlega ánægð með útkomuna, elska flísarnar – bæði á gólfi og veggjum og finnst innréttingarnar og tækin passa vel við það sem ég var búin að sjá fyrir mér.

C735E766-124B-43BD-AB07-0F0B804CE9E5

Ég mun síðan gera nýja færslu með baðherberginu þegar við erum búin að klára, en nú á eftir að klæða loftið, mála hurð og gluggakarma og setja ljós. Það verður gaman að geta sýnt ykkur lokaútkomuna þegar allt er tilbúið.

IMG_6922

Ef það er eitthvað sem ég hef lært á þessum átta árum sem við höfum verið að gera húsið okkar að heimili er það að góðir hlutir gerast hægt!

Það er mjög mikil vinna að gera upp gamalt hús en á sama tíma það eitt skemmtilegasta verkefni sem ég hef tekið mér fyrir hendur. Eiginmaðurinn er ekki sammála en hann býr hér allavega ennþá og er mjög spenntur að klára það sem við erum byrjuð á!

Undirskrift Bjargey

 

Leave a Reply

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s