
Föstudagspizzan var einstaklega ljúffeng hjá okkur í dag, en eftir að ég skrapp til Glasgow um daginn hef ég mikið hugsað um ljúffengu jólapizzuna sem ég fékk mér þar á frábærum pizzastað og ákvað að búa til mína eigin útgáfu af jólapizzu.
Hér er uppskrift:
Varúð – hentar eingöngu fyrir sælkera
Heimalagað pizzadeig – dugar í tvo botna
1/2 tsk. salt
5 tsk. þurrger
7dl. hveiti
3 dl. volgt vatn
1/2 dl. góð olía
Álegg:
pizzasósa
kjúklingur
döðlur
sultaður rauðlaukur
rjómaostur
pizzaostur
Auðvelt er að sulta rauðlauk og margar aðferðir notaðar við það, en í þetta sinn skellti ég lauknum í pott með vænni klípu af íslensku smjöri og smá púðursykri og lét það malla saman við vægan hita í um 10 mínútur.
Pizzuna bakaði ég við 200 gráður í um 15 mínútur. Athugið að bökunartíminn er misjafn eftir ofnum.
Og eftir að pizzan er komin úr ofninum set ég klettasalat, avókadó og hvítlauksolíu ofaná.