Draumur í fermingargjöf!

Í samstarfi við Lín Design hef ég sett saman Draumapakka sem er falleg fermingargjöf og hentar fyrir bæði kynin og gefur falleg skilaboð til fermingarbarnsins. Í Draumapakkanum er nýjasta bókin mín, Draumabók ásamt fallegu rúmfötunum – Megi draumar þínir rætast – frá Lín Design. Megi draumar þínir rætast eru falleg rúmföt með áletrun sem er…

Afmælisveisla

Hrafnhildur Elsa varð 11 ára þann 8. janúar og við héldum að sjálfsögðu afmælisveislu fyrir dömuna og fengum fjölskyldu og vini í heimsókn. Mér finnst alltaf mjög skemmtilegt að plana afmæli og halda þau en ég eyði yfirleitt mestum tíma í að ákveða og undirbúa veitingarnar. Við buðum upp á allskonar veitingar í þetta sinn,…

Sumar salat

Stundum langar manni bara í eitthvað ótrúlega einfalt og ferskt. Á góðum sumardögum er ég oft í þannig skapi svo ég geri mikið af allskonar salati á sumrin. Ég geri mér líka oft salat í hádeginu. Hérna er eitt af mínum uppáhalds, varð til eins og svo oft áður hjá mér úr hinu og þessu…

Garðpartý

Sólin kíkti aðeins á okkur í dag, klakinn er farinn af götunum og fuglarnir syngja hástöfum. Já vorið lét sjá sig í dag! Vonandi er það komið til að vera, en miðað við fyrri reynslu eru það líklega draumórar. En það má alltaf láta sig dreyma og því ákvað ég að sýna ykkur garðpartý sem…

Mangó BBQ salat

Stundum gerast góðir hlutir í eldhúsinu þegar maður á síst von á því. Þetta salat er mjög gott dæmi um það! Þetta salat varð til eftir langan og skemmtilegan sumardag í garðinum og allt í einu var klukkan orðin allt of margt og allir orðnir svangir. Ég átti kjúkling og allskonar grænmeti og ákvað að…