Hjarta heimilisins

IMG_9254 (2)
Þessi færsla er unnin í samstarfi við Slippfélagið

Nú eru að verða komin 6 ár síðan við fluttum í litla kósýhúsið okkar í Hófgerðinu og það var kominn tími á að mála stofuna og borðstofuna enda mæðir töluvert á veggjum hjá fjölskyldu með börn og hund! Við ákváðum að gefa stofunni smá upplyftingu á dögunum og máluðum hana í nýjum lit og breyttum allri uppröðun á húsgögnum.

IMG_9244 (3)

Okkur langaði að hafa aðeins léttara yfirbragð yfir stofunni og losuðum okkur við gamlan sófa,  færðum borðstofuna og í rauninni snérum öllu við!

IMG_9273 (2).JPG

Það var búið að standa til lengi að búa til fallegan myndavegg, en mér finnst það gefa mjög persónulegt yfirbragð að hafa fjölskyldumyndir og listaverk í stofunni þar sem við fjölskyldan eyðum mestum tíma saman.

IMG_9266 (2).JPG
Myndin af hreindýrinu er frá Gunnarsbörnum

Við ákváðum að raða myndunum upp þannig að auðvelt væri að bæta við fleiri römmum. Rammarnir eru allir mismunandi þó þeir séu hvítir en ég reyndar kalkmálaði tvo þeirra sem voru upphaflega gylltir.

IMG_9259 (2).JPG

Ég fékk mér líka nýja púða og teppi, en persónulega finnst mér aldrei nóg af púðum, ég vil geta komið mér vel fyrir þegar ég slaka á í sófanum og mér finnst það fallegt að velja púða í mismunandi litum og mynstri.

IMG_9291 (2).JPG

Bleiki púðinn og teppið er úr IKEA en hvíti púðinn er íslensk hönnun frá Heimahögum.

IMG_9249 (3).JPG

Ég elska þennan tíma þegar vorið er á næsta leyti og sólin er farin að láta sjá sig. Dásamlegt þegar birtan flæðir inn!

IMG_9262 (2).JPG

Við tókum okkur góðan tíma í að ákveða hvernig við ætluðum að mála stofuna en á endanum ákváðum við að velja fallegan gráan lit. Við vildum hlýleika á móti þessu hvíta sem við erum með og lit sem passar vel með mismunandi litum.

IMG_9260 (2).JPG

Þessi fallegi grái litur sem varð fyrir valinu er frá Slippfélaginu og er númer 1951 úr litaspjaldinu DECO GREY 2016. Við ákváðum svo að mála einn vegg í borðstofunni í aðeins dekkri gráum lit og völdum lit númer 1945 úr sama litaspjaldi.

 

 

IMG_9130 (2).JPG

Hérna sést hversu bjartur og fallegur grái liturinn er en samt svo hlýr og mjúkur. Alveg eins og við vildum hafa hann. Listaverkin fengum við í brúðkaupsgjöf og KARLSSON veggklukkan er úr Línunni.

IMG_9254 (2).JPG

Það er opið á milli borðstofu og stofu sem eru í sama rými, en okkur fannst það flott að hafa einn vegginn í borðstofunni í dekkri lit og það gerir borðstofuna aðeins ólíka stofunni og kemur mjög vel út.

IMG_9394 (2).JPG
Séð frá stofu inn í borðstofu.

Borðstofan er mjög mikið notuð á heimilinu en við borðum alltaf kvöldmat þar og notum borðið mjög mikið við vinnu, föndur og lærdóm.

Borðið er frá IKEA og heitir Ypperlig, en það er úr línu sem IKEA vann í samstarfi við hönnunarfyrirtækið HAY í fyrra. Stólarnir úr Ilvu, glerskápurinn frá IKEA og málverkið er eftir Tolla.

IMG_9410 (2).JPG

Við gætum ekki verið ánægðari með útkomuna. Stofan er alveg eins og við viljum hafa hana en það er eitt af því sem ég hef alltaf í huga þegar ég er að breyta, bæta eða skreyta á heimilinu að fylgja innsæinu og hafa hlutina eins og okkur finnst vera fallegir. Þannig verður heimilið í mínum huga persónulegt og hlýlegt.

Tilfinningin sem ég fæ þegar ég sest niður í stofunni og slaka á er….hér á ég heima og þannig vil ég hafa það. Hvort sem við erum að borða saman við borðstofuborðið, lesa í sófanum eða horfa á sjónvarpið, læra eða vinna, spila eða föndra….hérna getum við notið samverunnar.

Hér eigum við HEIMA.

IMG_9254 (2)

Undirskrift Bjargey

 

Leave a Reply

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s