Pasta með spínati og parmesan

IMG_2902 (1)

Það hafa örugglega allir lent í því einhvern tímann að það er kominn kvöldmatartími, en enginn hafði tíma til að fara í búðina þann daginn og krakkarnir vilja borða núna! Ekki eftir klukkutíma þegar búið er að versla og elda…núna.

Þetta gerist alveg nokkuð oft heima hjá mér…..en þá er bara að nota hugmyndaflugið og elda eitthvað úr því sem til er í ísskápnum. Þessi pastaréttur varð til svona, allskonar afgöngum skellt saman, en útkoman var mjög góð í þetta sinn!

Uppskriftin:

  • 1 pakki tagliatelle pasta
  • 1/2 dós beikonsmurostur
  • 1/2 dós hvítlauksrjómaostur
  • lítill rjómi
  • nokkrar sneiðar af skinku, niðurskornar
  • 1/2 poki af spínati
  • salt og pipar
  • rifinn parmesan ostur

Sjóðið pastað. Setjið á pönnu smurostinn, rjómaostinn og rjómann og bræðið saman á miðlungshita. Setjið skinkuna og spínatið útí og leyfið að malla saman þar til spínatið er orðið mjúkt. Kryddið með salti og pipar og smakkið til.

Setjið svo pasta á disk, hellið sósunni yfir og rífið parmesan ost. Tilbúið á nokkrum mínútum!

Njótið vel

IMG_2906

Leave a Reply

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s