
Ég er búin að vera í smá hugmyndavinnu hérna heima, stelpunni minni sem er 9 ára langar svo að mála herbergið sitt grátt og breyta aðeins til. Ég er ekki alveg viss hvort hún vilji fara út í rómantískan stíl eða meira nútímalegt svo ég stillti upp nokkrum hugmyndum í aukaherberginu okkar sem er einmitt grátt á litinn. Og á meðan þessari hugmyndavinnu stóð fannst mér tilvalið að mynda hugmynd að dömuherbergi, ef ég ætti von á stelpu þá myndi ég hafa barnaherbergið í þessum stíl.
Þetta er myndahilla úr Ikea sem ég elska, því það er endalaust hægt að breyta skreytingum á þessum hillum. Ég hef notað þær fyrir myndir, bækur, litla skrautmuni og svo er hægt að hengja á þær eins og ég geri með kjólunum. Þetta eru kjólar af dömunni minni, hvíti er skírnarkjóllinn og ljósbleiki fyrsti jólakjóllinn.
Yndislegu myndirnar eru frá Gunnarsbörnum, en ég elska þessar myndir, þessar tvær eru venjulega í stofunni hjá mér. En mér finnst þær passa ótrúlega vel í barnaherbergi, svo fallegar og mjúkar.
Stelpan mín hefur stundum átt erfitt með svefn og dreymir illa, ég gaf henni svona draumafangara, en sagan segir að hann verndi börn frá slæmum draumum. Vafningurinn í miðjunni grípur slæmu draumana og hleypir einungis þeim góðu í gegn. Þetta fannst henni mjög hughreystandi og hefur hann í glugganum í sínu herbergi.
En mér finnst hann líka bara dásamlega fallegur! Og ekki verra að hann er íslensk hönnun frá Draumasmiðjunni.
Og svo setti ég smá dúllerí í hillu, en það er hægt að gera svo sætt með mismunandi uppröðun í hillur. Bambi er úr My Concept Store og fékk blóm í hárið frá Ice in a bucket, myndin ofan á hillunni er frá Gunnarsbörnum, körfurnar úr Rúmfatalagernum og tímaritabox og kerti úr Ikea.
Hversu dásamlegt!
Hann er náttúrulega bara yndislegur, og myndin líka, hún Auður frá Gunnarsbörnum.
Taupokinn er frá House Doctor, en þeir eru ótrúlega þæginlegir og mikið notaðir á mínu heimili fyrir, þvott, leikföng, púða og svo er ég með einn í forstofunni fyrir húfur og vettlinga.
Og kanínukrúttið er uppáhaldsbangsi dótturinnar, kanína frá Build a Bear.
Dömulegt og sætt
Takk fyrir að kíkja í heimsókn!