Ferming Bryndísar Ingu

20180325_130527(2)

Yndislega dóttir okkar, Bryndís Inga fermdist í Kópavogskirkju á Pálmasunnudag og ég get með sanni sagt að dagurinn var dásamlegur í alla staði.

Ég skil reyndar ekki hvernig tíminn getur liðið svona hratt, en mér finnst eins og ég hafi haldið á henni nýfæddri í fyrrdag eða í mesta lagi fyrir svona tveimur árum!

20180325_130111(2)

En tíminn líður hratt þegar lífið er skemmtilegt og þessi klára, duglega, góðhjartaða og fallega dóttir mín er að verða fjórtán ára eftir nokkrar vikur og er búin að fermast.

20180325_125939 (2)

Hún var stórglæsileg á fermingardaginn i hvítum blúndukjól sem hún valdi sér sjálf fyrir stóra daginn enda hafði hún sterkar skoðanir á því hvernig hún vildi vera á fermingardaginn og fékk að sjálfsögðu að ráða því alfarið sjálf.

20180325_130459 (3)

Systir mín greiddi henni svona fallega á fermingardaginn, en þær frænkurnar ákváðu greiðsluna í sameiningu og það var fyrir löngu ákveðið að Hulda frænka myndi sjá um hárgreiðslu og förðun á fermingardeginum enda mikill snillingur þegar kemur að hárgreiðslu og förðun, hún er bara með þetta í höndunum svo ótrúlega hæfileikarík.

20180325_130528 (3)

Eftir athöfnina fórum við heim og fengum okkur uppáhaldsmat fermingarbarnsins, sushi og tókum nokkrar myndir. Við vorum síðan ekki með veisluna sjálfa fyrr en um kvöldið þannig að við fengum smá tíma til að slaka á fyrir allt fjörið.

20180325_130038 (2)

Það er nú ekki leiðinlegt að mynda þessa fegurðardís skal ég segja ykkur!

Veisluna héldum við svo í sal rétt hjá heimilinu okkar, í Safnaðarheimilinu Borgum við Kópavogskirkju. Þangað komu fjölskylda og vinir og samglöddust okkur á þessum fallega degi þar sem við gæddum okkur á gómsætum veitingum og áttum góða stund saman.

20180325_173752 (4)
Veitingar í samstarfi við Tertugallerí Myllunnar

Við vorum með hlaðborð af Tapas snittum, Kokteilsnittum, litlum kjötbollum og kjúklingavængjum ásamt guðdómlega góðum brauðtertum.

20180325_173813 (4)

Snitturnar sem við buðum upp á voru frá Tertugalleríi Myllunnar með margskonar áleggi, þessar klassísku kokteilsnittur – Roastbeef snitta, Rækjusnitta og Laxasnitta.

IMG_8856 (2)

Það mætti segja að hlaðborðið hafi verið hlaðið af himneskum snittum!

20180325_174256 (2)

Tapas snitturnar voru í mismunandi útfærslum, með pastrami skinku, döðlum og piparosti en sú snitta er í sérstöku uppáhaldi hjá mér, það er bara ekki hægt að fá nóg af henni. Svo buðum við uppá Tapas Vegan snittu með tómat og basil hummus og Tapas snittu með hráskinku og camenbert. Þær voru allar hver annarri betri.

IMG_8884

Litlu kjötbollurnar gerði ég sjálf en þær voru með bláberja og sweet chilli sósu og kjúklingavængina pöntuðum við hjá Tokyo Sushi.

IMG_0495 (2)

Veisluborðið var virkilega litríkt með öllum þessum fallegu veitingum en mér fannst það koma mjög vel út og vera mjög girnilegt.

20180325_173114 (3)

Ég fæ vatn í munninn af því að skoða þessar myndir en þessar snittur voru hver annarri betri og ég var ekki sú eina um þá skoðun því þær fengu mikið lof meðal veislugesta.

IMG_8856 (2)

IMG_8808 (2)

Það fyrsta sem kláraðist á veisluborðinu voru brauðterturnar frá Tertugalleríinu en þær eru alveg svakalega góðar hjá þeim. Alvöru djúsí brauðtertur. Það voru nokkrir gestir sem spurðu mig hvort það kæmu fleiri brauðtertur á hlaðborðið eftir að þær kláruðust svo við vitum það fyrir næstu fermingu að panta meira af þeim.

20180325_174302 (3)

 

20180325_174245 (3)

Í miðjunni á hlaðborðinu vorum við með stóran vasa með gervi blómagreinum og ljósaseríu, en ég vildi alls ekki hafa of mikið af skrauti á hlaðborðinu þar sem mér finnst veitingarnar vera mesta skrautið og mega njóta sín í svona veislum.

20180325_173804(1)

20180325_173755 (3)

Við vorum með smá borðskreytingar þar sem gestirnir sátu, en ég hafði fyrir ferminguna spreyjað glæra gervasa með Metallic spreyji í Rosegold lit sem fæst í Slippfélaginu, og í  vasana settum við gerviblóm og skreyttum með silkiborðum.

IMG_0280 (3)

Á borðunum vorum við einnig með þessi sætu kort frá Prentagram, en ég bjó til kort á síðunni þeirra með mismunandi myndum af fermingarbarninu sem stóðu svo á borðunum og gáfu borðskreytingunum mjög persónulegt yfirbragð.

IMG_0290 (2)

Kortakassann höfðum við í sama stíl, en hann er hvít gjafaaskja úr Söstrene Grene sem ég spreyjaði með sama spreyji og vasana og spreyjaði stafaborðann líka sem var upprunalega gylltur til að hafa hann eins og borðskreytingarnar.

Ég skar bara út gat á lokið til þess að hægt væri að setja kortin í kassann og setti blúndu í kring til að gera það fallegra.

Inní kortin sem stóðu á borðunum var svo hægt að skrifa skemmtileg skilaboð til fermingarbarnsins eða teikna mynd eins og svo mörg börnin í veislunni gerðu. Við vorum einnig með litlar litabækur og liti sem börnin gátu tekið með sér á borðin sem vakti mikla lukku.

IMG_0285 (3)

Stafaborðann fékk ég í Partýbúðinni en í pakkningunni eru margir stafir svo hægt er að búa til mismunandi orð eða setningar. Stafirnir eru gylltir og komu virkilega vel út á borðunum og veggjunum þar sem við hendum þá upp.

IMG_0366 (3)

Nammibarinn sló heldur betur í gegn en við vorum með mismunandi sælgæti í allskonar krukkum sem ég átti heima og svo skreytti ég þær með hjörtum og stjörnum úr Partýbúðinni, slaufum og gerviblómum í sama stíl og borðskreytingarnar.

IMG_0374 (2)

Hersey’s gullkossarnir eru merktir með límmiða frá BH Hönnun, en á þeim er mynd af fermingarbarninu, nafn og dagsetning. Virkilega sætt og persónulegt í fermingarveisluna. Skeiðarnar eru úr Partýbúðinni og eru snilld í svona nammibari, en ég skreytti þær líka með silkiborða.

IMG_0379 (3)

Á móti þessu sæta vorum við með popp fyrir krakkana, en það var líka mjög vinsælt.

IMG_0487 (3)

Ég skreytti líka Coke flöskur með límmiðum, slaufum og papparöri, en mér finnst ómissandi að hafa Coke í gleri í veislum og það kom ekkert annað til greina að hafa flöskurnar skreyttar í tilefni dagsins. Við buðum svo að sjálfsögðu upp á uppáhaldsdrykk fermingarbarnsins líka, Sítrónu Topp en ég hafði nú ekki fyrir því að skreyta hann þó ég hafi vissulega hugsað út í það hvernig væri hægt að skreyta 2l gosflöskur á smekklegan hátt…..en það er bara ég!

IMG_0362

Bryndís vildi blanda saman bleiku, gylltu og hvítu og ég reyndi eftir fremsta megni að finna skreytingar eins og hún vildi hafa þær, en í sameiningu fundum við margt fallegt fyrir fermingarveisluna og notuðum líka mikið af skrautmunum sem við áttum heima.

IMG_0350 (2)

Fermingarkertið keyptum við hjá nunnunum í Karmel klaustrinu í Hafnarfirði, en hún var líka með skírnarkerti þaðan og mér fannst það mjög skemmtilegt að hún bað sérstaklega um að fá kerti frá þeim fyrir ferminguna.

20180325_174744 (3)

Gestabókin var í sama stíl og boðskortin og límmiðarnir sem ég pantaði á súkkulaðikossana, en gestabókin var gjöf frá BH Hönnun þar sem hægt er að panta persónulegar gestabækur og margt sniðugt fyrir fermingar og önnur tilefni.

Fyrir veisluna hafði ég hugsað mér að vera með fallegan myndavegg og lét prenta út hjá Prentagram fallegar myndir af Bryndísi Ingu á mismunandi aldri og við hin ýmsu tilefni.

IMG_0356 (2)
Bleikir Pom Poms frá Partýbúðinni sem var svo skemmtilegt að skreyta með.

En þar sem það var enginn veggur í salnum sem hentaði undir myndavegg, röðuðum við myndunum í gluggana sem kom mjög vel út og veislugestum fannst skemmtilegt að skoða myndirnar á milli þess sem þeir gæddu sér á snittum og tertum!

IMG_0480 (3)

Og tertuhlaðborðið var glæsilegt þó ég segi sjálf frá, en ég get ekki eignað mér heiður af einni einustu köku þó ég sé mikil áhugamanneskja um tertugerð, en í þetta sinn ákvað ég að hafa þetta mjög einfalt og þæginlegt fyrir mig og pantaði allar terturnar og kökurnar frá Tertugalleríi Myllunnar.

20180325_173654 (3)

Kransakökurnar fékk ég reyndar ósamsettar og ég skreytti þær sjálf með fallegum bleikum rósum sem ég festi bara á með blómavír, mjög einfalt og stílhreint. Setti síðan lítil súkkulaðipáskaegg á diskana til að skreyta.

20180325_173148 (6)

Mér finnst kransakökur alltaf mjög klassískar og smart í fermingarveislur og ég var því mjög glöð að Bryndís Inga vildi hafa kransakökur á tertuborðinu. Það er líka mjög skemmtilegt að skreyta þær alveg eftir sínu höfði en sleppa samt sem áður við allan bakstur með því að kaupa þær tilbúnar.

20180325_173829 (2)

Bollakökurnar voru mjög vinsælar og runnu ljúflega ofan í litla munna enda heilluðu þær ungu kynslóðina upp úr skónum. Þær gerðu líka svo mikið fyrir veisluborðið með þessum fallega bleika lit.

20180325_173827 (2)

20180325_190713 (2)

Litli bróðir fylgist spenntur með stóru systur skera fyrstu sneiðina af fermingartertunni.

20180325_173615 (3)

Fermingartertan sjálf var glæsileg og mjög bragðgóð, en við völdum karamellu og daim fyllingu með sykurmassa yfir i stað þess að hafa marsipan. Tertan vakti mikla lukku og kláraðist nánast alveg upp til agna sem og marengsterturnar og frönsku súkkulaðiterturnar.

20180325_173133 (3)

Klassíska súkkulaðitertan með smjörkreminu frá Tertugalleríinu er í uppáhaldi hjá okkur í fjölskyldunni enda pöntum við hana mjög oft fyrir afmælisveislur á heimilinu og í þetta sinn pöntuðum við hana óskreytta og skreyttum sjálf með uppáhaldsnammi fermingarbarnsins, Djúpum og Nóakroppi.

20180325_173000 (3)

Við ákváðum að hafa margskonar tertur í boði og það kom mjög vel út enda er smekkur fólks misjafn og allir fundu eitthvað við sitt hæfi sem heillaði á tertuborðinu.

20180325_173700 (3)
Virkilega flott Kransaskál með uppáhaldsbitunum.

Tertuhlaðborðið gerði mikið fyrir veisluna enda hlaðið af girnilegum og gómsætum kökum og fallegt í stíl við þær skreytingar sem Bryndís Inga hafði valið.

IMG_0480 (4)

Það var einlæg ósk fermingarbarnsins að hafa vegg þar sem hægt væri að taka skemmtilegar myndir og við settum upp þennan skemmtilega vegg með silfur bakgrunni og blöðrum úr Partýbúðinni.

20180325_172624 (5)

Síðan skemmtum við okkur konunglega við að taka myndir…..

IMG_0477 (2)

Fermingardaman með ömmum sínum….

20180325_173327 (4)

Og með öfum sínum….

20180325_174219 (3)

Við erum öll búin að svífa um á bleiku skýi eftir þessa frábæru veislu, en það skemmtu sér allir alveg ótrúlega vel og við fjölskyldan erum svo þakklát fyrir að eiga svona dásamlega fjölskyldu og vini sem komu og samglöddust okkur á þessum stóra degi.

Það gekk allt svo glimrandi vel enda vorum við búin að leggja mikla vinnu í  skipulagningu og undirbúning, en ég myndi segja að ég hafi verið í um þrjá mánuði að skipuleggja þessa þrjá klukkutíma…..hahaha!

En að öllu gríni slepptu þá var undirbúningurinn mjög skemmtilegur enda hef ég mjög gaman að því að dúlla mér í skreytingum og hugmyndavinnu fyrir veislur og við þetta tækifæri fékk ég að gera það sem mér finnst skemmtilegast.

Í sameiningu gerðum við veislu eins og Bryndís Inga vildi hafa hana enda var hún stjarna dagsins og fékk að njóta sín í botn.

20180325_130527(2)

20180325_172712 (3)

Undirskrift Bjargey

 

One thought on “Ferming Bryndísar Ingu

Leave a Reply

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s