Humarsalat með kasjúkurli

Fréttablaðið hafði samband við mig og bað mig um að gefa þeim uppskrift eftir mig til að birta í blaðinu um páskana. Það var nú lítið mál enda elska ég að gera nýjar uppskriftir og frábært að fá að deila þeim með öðrum.

IMG_2420

Ég vildi gefa einhverja góða og hátíðlega uppskrift en samt ekki að einhverju hefðbundnu eins og lambakjöti, því það er svo algengt að fólk borði það um páskana. Ég vildi hafa þetta létt og ferskt en ótrúlega gott og ég held að það hafi alveg tekist með þessari tilraunastarfsemi í eldhúsinu!

Humarinn fékk ég hjá Fiskikónginum á Sogavegi, en þar er alltaf mjög gott úrval af humri og persónuleg þjónusta.

Humarsalat með kasjú kurli

  • Meðalstór humar
  • Lambhaga salat
  • Avókadó
  • Gúrka
  • Kasjú kurl frá Yndisauka

Steikið humarinn á pönnu, ég nota vel af íslensku smjöri og hvítlauk með. Setjið svo allt grænmetið á disk eða í skál, setjið humarinn yfir og stráið að lokum kasjú kurlinu yfir.

Dressing

  • 1 dós sýrður rjómi
  • 1 msk hlynsíróp
  • 1 tsk dijon sinnep
  • safi úr 1/2 sítrónu
  • salt og pipar eftir smekk

Blandið öllum hráefnunum saman í skál og hrærið. Prófið ykkur áfram og setið salt og pipar eftir ykkar smekk.

IMG_2401

Meðlætið er svo þetta grillaða brauð sem hefur verið í uppáhaldi hjá okkur í fjölskyldinni í nokkra mánuði. Við elskum súrdeigsbrauð, en þið getið notað hvaða brauð sem er. Uppskriftin er einföld og þæginleg.

  • Súrdeigsbrauð
  • Hráskinka
  • Grænt pestó
  • Fersk basilíka
  • Parmesan ostur
  • Ferskur mozzarella

Smyrjið brauðið með grænu pestó og setjið mozzarella kúlur og basilíku á brauðið. Grillið brauðið í ofni þar til osturinn er bráðinn og brauðið orðið hæfilega stökkt. Eftir að þið takið brauðið úr ofninum setjið þið hráskinkuna ofaná og rífið ferskan parmesan ost yfir.IMG_2404

Humarsalat með kasjúkurli og grillað brauð

IMG_2352

Ef ykkur langar að skoða borðskreytingarnar nánar þá er póstur um þær hér:

 Perlan og páskaskreyting

Líkaðu við Bjargey & co. á facebook og fáðu tilkynningu í fréttaveituna þegar það koma inn nýjar uppskriftir og aðrir skemmtilegir póstar:

Bjargey & co. á facebook

Undirskrift Bjargey

Leave a Reply

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s