Draumur í fermingargjöf!

Í samstarfi við Lín Design hef ég sett saman Draumapakka sem er falleg fermingargjöf og hentar fyrir bæði kynin og gefur falleg skilaboð til fermingarbarnsins.

Í Draumapakkanum er nýjasta bókin mín, Draumabók ásamt fallegu rúmfötunum – Megi draumar þínir rætast – frá Lín Design.

IMG_5166

Megi draumar þínir rætast eru falleg rúmföt með áletrun sem er ósk um góða nótt og ljúfa drauma en hún er bróderuð í sængurfatnaðinn. Rúmfötin eru framleidd úr sérvalinni 360 þráða Pima bómull.

Rúmfötin og Draumabókin eru góð gjöf til þeirra sem þér þykir vænt um enda fátt fallegra en ósk um góða drauma og bjarta framtíð.

IMG_5191

Draumabók er fyrir alla sem láta sig dreyma og vilja sjá drauma sína verða að veruleika.

Í Draumabók er hægt að sjá fyrir drauma og hugmyndir, fullt af auðum blaðsíðum til þess að fylla af skemmtilegum og spennandi draumum sem eiga eftir að rætast.

Í Draumabók eru líka skemmtilegir listar þar sem þú getur skrifað niður þína drauma.

Með Draumabók getur þú séð draumana þína fyrir þér myndrænt með því að líma inn á auðu síðurnar ljósmyndir og úrklippur af því sem þig dreymir um. Með bókinni fylgja límmiðar með íslenskum orðum og setningum sem þú getur límt inn við myndir eða texta og skreytt að vild.

IMG_5183

Draumapakkinn er því falleg fermingargjöf og er á frábæru fermingartilboði í Lín Design – verð 13.220 kr. sem var áður: 17.935 kr.

IMG_5232

Hjá Lín Design er úrval fermingartilboða en á myndinni hér að neðan getur þú séð öll tilboðin:

D7B68E2A-A938-4FC6-871E-05DE45486370

Falleg rúmföt á 25-30% afslætti.

IMG_5246

Hamingjubók er á 10% afslætti og kósýföt á 25% afslætti.

IMG_5322

Hamingjubók er falleg dagbók þar sem þú ert höfundurinn.

Þú getur notað Hamingjubók til þess að finna það út hvað eykur vellíðan þína og hamingju. Bókin nýtist öllum sem vilja hugsa vel um líkama og sál. Með því að skrifa í bókina getur þú fundið út hvar styrkleikar þínir liggja, hverjir draumar þínir eru og hvert þú stefnir í lífinu.

IMG_9337

Í Lín Design fást líka fallegir blúndudúkar sem eru tilvaldir á fermingarborðið.

IMG_5274

Ef þú ert í leit að fallegri og nytsamlegri fermingargjöf sem endist er góð hugmynd að kíkja í Lín Design á Smáratorgi, í Kringlunni eða á Glerártorgi á Akureyri og skoða úrvalið. Þú getur líka pantað allar vörur í vefverslun Lín Design og fengið sent með Póstinum.

Vefverslun Lín Design

EBBD8725-F6D4-4E4F-976E-2FA2A23E529C

Á laugardaginn 14. mars 2020 verð ég í Lín Design á Smáratorgi milli 13:00-16:00 að kynna nýju Draumabókina sem er með 10% afslætti á fermingartilboði.

Hlakka til að sjá ykkur!

Undirskrift Bjargey

Leave a Reply

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s