Ferskur blær á baðið

Haustið er alltaf sá tími sem mér finnst ég koma aftur heim eftir útiveru og ferðalög sumarsins. Ég hef vissulega verið eitthvað heima í sumar en ég nýti hverja stund til þess að vera úti í garði og ég elska að hugsa um sumarblómin mín og gera fallegt á pallinum.

Núna er sumarfríið búið – og hversdagslífið tekið við, vinna og skóli. Þar sem ég vinn mjög mikið heima þá finnst mér haustið alltaf góður tími til þess að fríska aðeins upp á heimilið því ég vil skapa notalega umgjörð fyrir griðarstað fjölskyldunnar og heimaskrifstofuna mína.

Ég ákvað að byrja á baðherberginu okkar á neðri hæðinni og setja þar inn nýjar pottaplöntur, dásamlega vel ilmandi sápur og falleg ný handklæði.

Það gerir svo mikið fyrir baðherbergi að hafa þar fallegar pottaplöntur því þær eru litríkar, hreinsa andrúmsloftið og gefa ferskan blæ.

Í samstarfi við Garðheima valdi ég mér nokkrar fallegar pottaplöntur, en að mínu mati er aldrei nóg af plöntum svo það var auðvelt fyrir mig að fylla baðherbergið af grænum vel ilmandi plöntum.

Í Garðheimum fást líka uppáhalds sápurnar mínar frá meraki sem eru bæði dásamlega vel ilmandi og í fallegum brúsum sem mér finnst gera mikið fyrir augað. Ég elska líka ilmkertin frá meraki og ilmina sem fríska upp á loftið á baðinu.

Fallegu meraki vörurnar eru unnar úr náttúrulegum efnum og lausar við skaðleg kemísk efni. Þær eru hannaðar í Danmörku með það að leiðarljósi að auka vellíðan og sækja innblástur í náttúruna. Ég hef verslað þessar vörur í mörg ár og áður en þær fengust í góðu úrvali hérlendis fyllti ég töskur af þeim þegar ég fór til Kaupmannahafnar!

Ég held að það sé ein ástæða þess að ég elska meraki vörurnar að ég fæ þessa náttúrulegu tilfinningu þegar ég nota þær. Upplifunin er eins og að liggja einhverstaðar úti í móa eða á fjöllum með ilminn af blóðbergi og fjallagrösum allt í kring.

Ég sæki mjög í innblástur sjálf frá náttúrunni þegar ég skreyti heimilið, en mér líður best umvafin fallegum plöntum og blómum.

Í samstarfi við Lín Design fékk ég mér þessi fallegu nýju handklæði sem passa mjög vel við þann stíl sem ég hef valið fyrir baðherbergið. Handklæðin heita Burkni og hönnun þeirra sækir innblástur í íslenskar burknategundir.

Þessi fallegu handklæði koma í nokkrum stærðum, þurrka vel og eru mjúk viðkomu. Ég hef átt þessi handhlæði áður og veit hvað þau endast vel þvott eftir þvott.

Ég ákvað að fá mér líka nýjar baðmottur sem er alltaf gott að endurnýja reglulega. Þessar baðmottur frá Lín Design eru mjög flottar og auðvelt að þvo þær í þvottavél.

Það er ótrúlegt hvað það gerir mikið fyrir baðið að fríska aðeins uppá það með fallegum plöntum, sápum og handklæðum. Það er líka svo miklu skemmtilegra að eiga notalega stund inni á baði við að hreinsa húðina og setja á sig maska þegar það er fallegt og hreint í kring. Jafnvel kveikja á ilmkerti og hlusta á notalega tónlist.

Leave a Reply

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s