Hugmyndir að innpökkun

Ég veit fátt notalegra en að sitja við borðstofuborðið að kvöldi með kertaljós og pakka inn jólagjöfum. Ég elska að velja pappír, borða og skraut og setja saman það sem mér þykir fallegt.

Í samstarfi við Garðheima ætla ég að gefa ykkur nokkrar hugmyndir að innpökkun, en allt efni sem ég nota hér fæst í Garðheimum. Nú er úrvalið mikið í netverslun Garðheima og frí heimsending á höfuðborgarsvæðinu ef verslað er fyrir 4000 kr. eða meira.

Ég féll algjörlega fyrir þessum fallega og vandaða pappír frá Reykjavík Letterpress og valdi fallega merkimiða frá þeim líka. Hægt er að snúa pappírnum á tvo vegu og það koma þrjár stórar arkir í hverri rúllu.

Gjafapappír

Merkimiðar – Hringlaga

Merkimiðar – JÓL

Ég valdi silkiborða sem mér finnst passa fallega með litnum á pappírnum og þennan sæta borða með litlum silfurstjörnum. Kemur mjög skemmtilega út að mínu mati að blanda þessum tveimur borðum saman.

Dásamlega fallegur pappír og merkimiðar!

Úrvalið af fallegum gjafapappír er mjög mikið í Garðheimum svo ég átti alveg smá erfitt með að velja á milli! Ég er ein af þeim sem elska að hafa ákveðið þema með jólapakkana, en í ár ætla ég að vera með nokkrar mismunandi útfærslur.

Ég er líka mjög hrifin af því að nota lifandi greinar með í skreytingar á jólapökkunum en ég mæli alltaf með því að þær séu ekki settar á pakkana fyrr en nokkrum dögum fyrir jól svo þær haldist fallegar fram að pakkaopnun. Ég er alltaf með lifandi greinar í vösum heima til að skreyta heimilið fyrir hátíðarnar og þá er auðvelt að klippa af greinar til að skreyta pakka eða til að nota í borðskreytingar.

Lifandi greinar passa vel með öllum pappír að mínu mati en ég ákvað að setja saman eina útgáfu með svörtum pappír, svörtu bandi, Buxus greinum, svörtum skraut berjum á vír og með merkimiða frá Reykjavík Letterpress.

Svartur gjafapappír

Hó hó hó – gjafamiðar

Sígrænt búnt – Buxus

Þegar líða fer að jólum….

Ég er mjög hrifin af einföldum og stílhreinum pökkum en það þarf alls ekki að vera flókið að pakka fallega inn.

Hérna notaði ég bara hvítan pappír með myndum af könglum og svartan silkiborða.

Einfalt en fallegt…

Svo er hægt að bæta smá grænu með ef maður vill aðeins meiri skreytingu á pakkana.

Þessi hvíti pappír er alveg einstaklega jólalegur og fallegur en ég skreytti með svörtu bandi og Sýprus greinum sem ég átti til heima en ég klippti þær bara af Sýprusnum sem ég hef í potti úti á palli. Hann er reyndar inni í stofu núna þar sem mér fannst hann svo jólalegur og fallegur að ég tók hann bara inn til þess að njóta hans meira.

Sýprus búnt

Það er um að gera að leyfa hugmyndafluginu að ráða för við innpökkun og svo þarf alls ekki að hafa alla pakka eins!

Mikilvægast er bara að pakka inn eins og manni finnst sjálfum fallegt og ég mæli mikið með því að vera tímanlega í því að pakka inn jólagjöfunum svo það sé ekki gert á handahlaupum rétt fyrir jól.

Leave a Reply

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s