Mjúkir pakkar frá Lín Design

Það er komin ný lína af kósýfötum og náttfötum hjá Lín Design og af því tilefni ætla ég að sýna ykkur nokkrar af mínum uppáhalds flíkum úr línunni.

Færslan er unnin í samstarfi við Lín Design en allar flíkur eru valdar af mér sjálfri. Ég elska þessi mjúku og fallegu föt sem ég fer helst ekki úr!

Þessi dásamlegi svarti náttsloppur með blúndu er í uppáhaldi hjá mér en hann er síður og umvefur mann alveg. Hann er einstaklega mjúkur og blúndan gerir hann svo rómantískan. Ég er búin að eiga þennan slopp í um tvær vikur og það má segja að ég hafi varla farið úr honum, en hann er það fyrsta sem ég fer í þegar ég vakna og svo fer ég aftur í hann á kvöldin.

Sjá í vefverslun Lín Design:

Náttsloppur með blúndu

Þessi flotti kjóll heitir UNA og er mjög góður náttkjóll eða bara sem kjóll til að nota dags daglega. Hann er einstaklega þægilegur og með góðu sniði. Mér finnst hann mjög smart við sokkabuxur eða leggings.

Hérna er hægt að skoða kjólinn betur:

UNA kjóll

Ég fell alltaf fyrir fallega bleikum fötum og þessi eru engin undantekning. Ég valdi mér þennan æðislega blúndunáttkjól, stuttbuxur og kímónó en það er líka hægt að fá síðar náttbuxur með blúndu í línunni.

Kímónó sloppur með blúndu

Svo dásamlega mjúk náttföt sem eru alveg tilvalin í mjúkan jólapakka!

Bleikur blúndunáttkjóll

Stuttuxur bleikar

Ég hugsa að það muni leynast nokkrir mjúkir jólapakkar frá Lín Design undir trénu hjá okkur í ár en ég veit fátt betra en að kúra undir sæng í mjúkum náttfötum um hátíðarnar með góða bók og konfekt!

Leave a Reply

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s