Heimatilbúnar gjafir

Ég elska heimatilbúnar gjafir, það er svo gaman að dúlla sér við að búa eitthvað til heima og setja smá ást og kærleika með!

Síðustu daga og vikur erum við auðvitað öll búin að vera meira en minna heima og ég hef notað tímann í að pakka inn jólagjöfum, setja upp smá jólaljós og búa til heimatilbúnar gjafir sem gleðja á þessum skrítnu tímum.

Ég ætla ekki að hafa þetta langt í dag en ég ætla að deila með ykkur smá hugmynd að heimatilbúinni gjöf í samstarfi við Garðheima sem hægt er að fara með til þeirra sem maður vill gleðja.

Ég pantaði svona skemmtilegar krukkur frá Ib Laursen hjá Garðheimum en þeir senda frítt heim ef verslað er fyrir 4000 kr. eða meira sem er algjör snilld til þess að auðvelda manni lífið þessa dagana.

Sjá hér: Ib Laursen krukkur

Þessar fallegu krukkur koma í tveimur stærðum og eru með svörtu loki. Ég setti í þær heimabakaðar súkkulaðibita smákökur og mömmukossa sem eru í uppáhaldi hjá okkur. Síðan skreytti ég með silkiborða og smá grein af Sýprus sem ég átti til hérna heima. Svörtu berin eru úr skreytingadeildinni í Garðheimum.

Svo er bara að leyfa hugmyndafluginu að ráða för og búa til eitthvað fallegt. Ég ætla allavega að halda áfram að undirbúa jólin heima í rólegheitunum og vona að þið séuð að hlúa að ykkur í skammdeginu.

Ég ætla að deila með ykkur skemmtilegum hugmyndum að innpökkun seinna í vikunni og svo er að sjálfsögðu von á nokkrum póstum frá mér með jólaljósum og skreytingum.

Leave a Reply

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s