Heimalagað múslí

Ég held að við könnumst öll við það að hafa lítinn tíma á morgnanna þegar það þarf að koma öllum út í skóla og vinnu á réttum tíma.

Mér finnst æðislegt að fá mér þennan einfalda morgunverð, gríska jógúrt með heimagerðu múslí og eplum þegar ég hef ekki mikinn tíma.

IMG_6008

Ég græja yfirleitt múslí fyrir vikuna á sunnudögum og geymi í glerkrukku á eldhúsborðinu. Þetta múslí er æðislegt út á jógúrt eða Ab-mjólk, grauta eða bara eitt og sér ef manni langar í eitthvað gott nasl milli mála.

Uppskrift

 • 3 dl möndlur
 • 2dl kasjúhnetur
 • 1/2 dl pistasíukjarnar
 • 1/2 dl graskersfræ
 • 1dl tröllahafrar
 • 1/2 sólkjarnafræ
 • 1/2 dl trönuber
 • 2 msk kókosolía
 • 2 msk akasíuhunang

Aðferð

 1. Hakkið möndlur og kasjúhnetur í matvinnsluvél eða með töfrasprota – ég set þær bara örstutt í matvinnsluvél því ég vil hafa þær í stórum bitum.
 2. Blandið öllum hnetum og fræjum saman í skál og leikið ykkur að vild með tegundir – þú þarft ekki að eiga allt sem ég tel upp hér að ofan og þú getur sett það sem þér dettur í hug með!
 3. Hrærið kókosolíu og hunangi saman við, bræðið olíuna ef hún er ekki fljótandi.
 4. Setjið á bökunarplötu með bökunarpappír undir og ristið í ofni við 130-145 gráður á blæstri þar til múslíið hefur brúnast örlítið. Passið að velta blöndunni 2-3 sinnum á meðan svo það brenni ekki.

IMG_6005

Síðan er snilld að setja þetta í glerkrukku með loki og taka með í nesti. Bragðbætið að vild með berjum eða öðrum ávöxtum.

Einfalt, hollt og ótrúlega gott.

Undirskrift Bjargey

Leave a Reply

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s