Mangó BBQ salat

Stundum gerast góðir hlutir í eldhúsinu þegar maður á síst von á því. Þetta salat er mjög gott dæmi um það!

Þetta salat varð til eftir langan og skemmtilegan sumardag í garðinum og allt í einu var klukkan orðin allt of margt og allir orðnir svangir. Ég átti kjúkling og allskonar grænmeti og ákvað að skella í salat. Ég henti kjúklingnum á pönnu og komst að því að uppáhalds kjúklingakryddið mitt var búið, en það er Eðal kjúklingakrydd frá Pottagöldrum. Nú voru góð ráð dýr en ég fann hálfan poka af Santa Maria fajita kryddi og skellti því útá pönnuna, en ég vil helst hafa kjúklinginn aðeins meira djúsí svo ég leitaði í ísskápnum og sá að ég átti smá af BBQ sósu og skellti henni yfir og blandaði vel saman.

IMG_4064

Salatið er einfalt og í höndum hvers og eins, en í þessu er:

 • lambhaga salat
 • gúrka
 • tómatar
 • nóg af mangó
 • fetaostur
 • litlir brauðteningar
 • sesamfræ

Út á kjúklinginn fór hálfur poki af Santa Maria fajita kryddi og skvetta af BBQ sósu frá Hunts.

Útkoman var hreint út sagt mjög góð og það kemur ótrúlega skemmtilegt kryddað bragð af kjúklingnum sem passar dásamlega með mangóinu. Með þessu borðuðum við grillað brauð með ferskum mozzarella og hráskinku.

IMG_4069

Hér er uppskriftin af grillaða brauðinu:

 • smábrauð eða snittubrauð
 • hráskinka
 • fersk mozzarella kúla
 • fersk basilíka
 • ólífuolía
 • hvítlaukur
 • sítróna
 • salt og pipar

Aðferð:

Setjið í skál um 2 dl. af ólífuolíu. Setjið smátt skorna ferska basilíku og hvítlauk útí, kreistið hálfa sítrónu með og kryddið með salti og pipar. Penslið blöndunni svo á brauðin. Takið bita af ferskum mozzarella og vefjið inn í eina sneið af hráskinku, leggið skinkuna á brauðið og stingið grillpinna í gegn svo allt haldist saman. Setjið álpappír undir brauðið og grillið við vægan hita þar til brauðið hefur brúnast aðeins og osturinn orðinn bráðinn.

Svo er bara að bjóða góðum gestum í mat og njóta!

IMG_4075

 

Leave a Reply

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s