Blóm gefa lífinu lit

Að mínu mati eru blóm eitt það fallegasta sem til er í þessum heimi. Litirnir, lögunin, lyktin… bara allt. Ég er svo heppin að eiga mömmu sem elskar blóm og fékk því að alast upp í blómahafi, bæði á heimilinu, í garðinum og í vinnunni hjá mömmu sem starfaði sem blómaskreytir og rak sína eigin blómaverslun um tíma.

IMG_0951

Hérna eru nokkrar myndir af blómum sem ég hef notað í skreytingar heima hjá mér. Ég elska hvíta hluti og því gefa blóm heimilinu fallega liti og hlýju. Í vasanum hér að ofan er freesia sem er svo dásamlega falleg, minnir mig á vorið og gefur góða lykt.

Hérna er einföld og stílhrein borðskreyting, bleikar rósir settar í skál:

IMG_1119

IMG_1120

Túlípanar í fallegum gömlum vasa:

IMG_3414

Freesia og gerbera fallegar saman í borðskreytingu, eins og þið sjáið þarf ekki endilega stóran blómvönd til að hafa fallegt, það getur alveg verið nóg að hafa eitt til tvö blóm og leyfa þeim að njóta sín.

IMG_0952

En þau eru líka yndsleg mörg saman:

IMG_6771

Og að lokum ein mynd af túlípönum, þeir eru mínir allra uppáhalds 🙂

IMG_6182

Njótið helgarinnar og munið að það má alveg gefa sjálfum sér blóm!

Leave a Reply

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s