
Það elska allir góðar Rice Crispies! Þessar eru svolítið fullorðins, en ég gerði þær fyrir útskriftarveislu hjá mér og þær slógu svo sannarlega í gegn og hafa verið óspart notaðar við önnur tilefni síðan.
Uppskriftin er svona:
- 4-6 mars súkkulaðistykki
- 200 gr. suðusúkkulaði
- 200 gr. íslenskt smjör
- 1 lítil dós sýróp (þessar grænu)
- Slatti af Rice Crispies
Aðferðin er einföld, bræðið allt saman í potti við vægan hita og þegar blandan er orðin silkimjúk hellið smá og smá af Rice Crispies útí og hrærið varlega saman þar til ykkur finnst það vera passlega mikið.
Síðan setjið þið blönduna í falleg form og kælið. Þeytið rjóma og setjið eina matskeið ofaná hverja köku þegar þær eru orðnar kaldar og síðan setjið þið smá af bráðinni karamellu ofaná. Ég bræði bara saman karamellur við vægan hita í potti og set örlítinn rjóma með og þá verður hún mjúk og fín til að skreyta kökurnar. Passið bara að hún sé ekki of heit þegar þið hellið hennin yfir rjómann 🙂
Njótið vel…
Þessar þarf ég að prófa …. slurp!
LikeLike