Uppáhalds í Lindex

IMG_1267_Fotor

Ég elska að kaupa mér eitthvað nýtt og fallegt fyrir sumarið, jafnvel þó það sé ekki alveg komið sumar ennþá, bara það að fara í eitthvað létt og þægilegt kemur mér í sumarskap!

Það kom samt smá sól um daginn og þá var ég ekki lengi að hlaupa út á pall og leyfa sólinni að hita aðeins upp líkamann eftir langan vetur!

Í samstarfi við Lindex á Íslandi ætla ég að sýna ykkur nokkra uppáhalds hluti úr versluninni, en ég hef verslað við Lindex frá upphafi verslunarinnar hér á landi bæði á mig og börnin mín og ég elska fötin frá þeim. Ég er líka ánægð með það Lindex tekur ábyrgð á því hvernig varan er framleidd og áhrifum framleiðslunnar á fólk og umhverfið.

Samfélagsleg ábyrgð er Lindex mjög hugleikinn og vinnur fyrirtækið markvisst að því að láta gott af sér leiða bæði í nær- og fjærumhverfi.

IMG_1431_Fotor_Fotor.jpg
Þetta fallega sett frá Lindex er í uppáhaldi hjá mér fyrir sumarið

Ég er mikill aðdáandi undirfatanna frá Lindex, bæði finnst mér þau falleg og virklega þægileg. Það er stundum sagt að þegar maður hefur fundið hinn eina sanna brjóstahaldara þá er ekkert aftur snúið en ég á mér nokkra uppáhalds úr Lindex.

Þessi dásamlega fallegi brjóstahaldari er spangarlaus en gefur góðan stuðning, hann heitir Desire og fæst meðal annars í þessum fallega fölbleika lit. Þú getur smellt á hlekkinn hér að neðan ef þú vilt skoða hann nánar á heimasíðu Lindex:

Desire frá Lindex

IMG_1427_Fotor

Ég nota samt ekki eingöngu spangarlausa brjóstahaldara og elska þennan svarta klassíska T-Shirt Bra frá Lindex sem heitir Diva…

Diva frá Lindex

IMG_1436_Fotor.jpg

Diva er virkilega fallegur með blúndu…klassískur og passar við allt.

Það sem mér finnst best við það að versla undirföt hjá Lindex er að úrvalið er virkilega gott. Hvort sem ég er að leita að mjúkum, þæginlegum hversdags nærfötum eða fallegum blúndu undirfötum þá hef ég alltaf fundið réttu undirfötin í Lindex.

Aðhaldsfatnaðurinn frá þeim er líka í miklu uppáhaldi hjá mér og sundfötin, en þennan svarta sundbol keypti ég í Lindex síðasta sumar og notaði í öllum utanlandsferðum og endalausum sundferðum. Hann styður vel við, mótar línurnar og er mjög flottur.

Hérna er sundbolurinn frá Lindex:

Svartur sundbolur

IMG_1268_Fotor.jpg

Kímónó er ein af mínum allra uppáhaldsflíkum enda er hægt að nota þá á svo ótrúlega marga vegu, en þennan fallega bleika og svarta kímónó keypti ég í Lindex en hann er úr Ella M vörulínunni sem inniheldur svo fallegar og vandaðar flíkur.

Kímónó nota ég sem slopp á kvöldin, yfir kjóla þegar ég fer út á lífið og yfir sundfötin þegar ég er við sundlaugarbakkann.

Þú finnur þennan æðislega kímónó frá Lindex hér:

Ella M – Kímónó

Sumarið má alveg koma brátt…ég er tilbúin fyrir sól og sælu!

IMG_1267_Fotor

Undirskrift Bjargey

 

 

Leave a Reply

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s