Páskadraumur

Undanfarna morgna hef ég vaknað við fuglasöng og það að herbergið fyllist af morgunbirtunni sem gleður hjartað mitt óendanlega mikið eftir langan og harðan vetur. Vorið er á næsta leyti og páskarnir handan við hornið.

IMG_5510

Við krakkarnir erum heima þessa dagana, það er verkfall í skólanum þeirra og við lærum heima og finnum okkur eitthvað skemmtilegt til dægrastyttingar. Í gær skelltum við í súkkulaðiköku og skreyttum hana með rósum og M&M súkkulaði með hnetum.

IMG_5494

Páskadraumur uppskrift:

  • 220 gr. púðursykur
  • 150 gr. smjör
  • 2 egg

Þeytið púðursykurinn og smjörið saman þar til blandan verður létt og ljós. Setjið síðan eggin saman við og hrærið vel.

Blandið svo þurrefnunum saman:

  • 300 gr. hveiti
  • 40 gr. Síríus Konsum kakó
  • 1 tsk. lyftiduft
  • 1 tsk. matarsódi

Setjið þurrefnin í skálina með þeyttu púðursykursblöndunni og bætið við:

  • 4 dl. af mjólk

Hrærið vel saman á miðlungshraða:

Hellið deiginu í tvö hringlaga form, ég smyr þau aðeins að innan með íslensku smjöri. Bakið svo við 170-180 gráður á blæstri í 15-20 mín. Bökunartíminn getur verið misjafn eftir bakaraofnum svo langbest er að nota grillpinna og stinga í kökuna þegar hún lítur út fyrir að vera tilbúin, ef hann kemur hreinn út er hún tilbúin.

IMG_5486

Þá er komið að kreminu:

Uppskrift:

  • 500 gr. flórsykur
  • 250 gr. íslenskt smjör
  • 50 gr. Síríus Konsum kakó
  • 2 tsk. vanilludropar
  • 4 msk gott kaffi

Aðferð:

Þeytið smjörið vel þar til það verður létt og ljóst. Setjið flórsykurinn saman við smjörið og þeytið svo aftur í nokkrar mínútur.

Setjið 4 msk af góðu kaffi út í, það má sleppa kaffinu en gott er að setja rjóma í staðinn ef þú vilt ekki kaffi í kremið.

Að lokum setjið 2 tsk. af vanilludropum og hrærið vel saman. Ef kremið er of þykkt bætið örlitlu vatni samanvið.

Þegar kakan er orðin hæfilega köld setjið þið kremið á og skreytið að vild.

IMG_5486

Undirskrift Bjargey

 

 

 

Leave a Reply

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s