Blátt og undurfagurt svefnherbergi

IMG_4020_Fotor_Fotor

Já ég sagði það, blátt og undurfagurt!

IMG_4062

Ég er algjörlega ástfangin af herberginu eftir breytingarnar!

Það finnst kannski einhverjum sérstakt að ég kalli mitt eigið svefnherbergi undurfagurt en afhverju ætti maður ekki að segja það sem manni raunverulega finnst?

IMG_4063

Við ákváðum að gefa svefnherberginu smá upplyftingu og í samstarfi við Slippfélagið og Lín Design varð þessi draumur að veruleika og er ég þessum fyrirtækjum virkilega þakklát fyrir traustið og samvinnuna. Það er svona frábærum fyrirtækjum að þakka að ég get tekið mér tíma til þess að vinna draumavinnuna og deilt mínum hugmyndum með dyggum lesendum. Ég veit það sjálf að fólk áttar sig ekkert alltaf á því hversu mikil vinna  liggur að baki þess að vera með bloggsíðu en fyrir mig fór það frá því að vera lítið áhugamál í að verða atvinnutækifæri og það fá að vinna við áhugamálin mín er klárlega ótrúlegur draumur sem varð að veruleika.

IMG_4061

Tökum smá hring um herbergið og ég segi ykkur frá breytingunum í máli og myndum.

Það sem við gerðum í heildina var að við máluðum veggina, settum nýtt ljós í loftið, settum inn náttborð og lampa, settum upp nýja gardínustöng og nýjar gardínur. Lökkuðum fataskápana svarta en þeir voru úr eik, settum allt nýtt á rúmið og gerðum nýja uppröðun á snyrtiborðinu ásamt því að setja gamlan stól sem var í geymslunni inn í herbergið. Fatasláin og rúmið sjálft er í raun það eina sem var í herberginu fyrir breytingarnar.

IMG_4060
Myndin er frá Fabia Design og fallega ljóðið heitir frá Konu til konu og er eftir Guðnýju Björk

Borðið er gamalt snyrtiborð úr IKEA og þó ég snyrti mig ekki við það finnst mér fínt að hafa það í herberginu og bara gefa því fallegan svip. Með svona borði er hægt að búa til fallega uppröðun á persónulegum munum og einnig leggja frá sér hluti ef þarf.

IMG_3994_Fotor5.jpg

Fatasláin er einnig úr IKEA en ég er búin að eiga hana lengi og elska hana! Ég skipti út fötum á henni eftir árstíðum og mér finnst mjög skemmtilegt að leyfa fötunum að njóta sín svona en ekki lokuð inni í fataskáp.

IMG_4011_Fotor.jpg
Dökkbláu gardínurnar eru úr IKEA og passa mjög vel inn í herbergið eftir að við máluðum

Litirnir í fötunum gefa líka herberginu skemmtilegan svip, og mér finnst gaman að sjá hvað þau njóta sín vel með þessum dökka bakgrunni sem liturinn á veggjunum er.

IMG_4059_Fotor

Ég var löngu búin að ákveða að þegar við myndum ráðast í breytingar á svefnherberginu ætlaði ég að fá mér falleg ný rúmföt og nýtt rúmteppi og púða.

IMG_4013_Fotor

Ég valdi þessi dásamlegu hvítu rúmföt frá Lín Design en þau heita Rómantík og eru ótrúlega mjúk og góð að sofa með. Mér finnst mynstrið líka svo fallegt og passa vel inn í herbergið.

IMG_4015_Fotor.jpg
Rúmfötin frá Lín Design koma í fallegum taupoka með útsaum og með púðafyllingu er hægt að nota hann sem skrautpúða á rúmið í stíl við rúmfötin sjálf. Elska þessa hugmynd frá þeim!

Rúmteppið er einnig frá Lín Design og ég kolféll fyrir því fyrir löngu síðan og það má eiginlega segja að það sé fyrsti hluturinn sem ég var búin að velja fyrir herbergið.

 Rúmteppið hafði því mikil áhrif á það hvaða lit ég valdi á veggina og ég sé svo sannarlega ekki eftir því. Teppið er úr flauel og er mjög mjúkt og fallegt. Mér finnst það setja punktinn yfir i-ið þegar búið er að búa um rúmið og tengja svo fallega saman litinn á veggjunum og rúmfötunum.

IMG_4020_Fotor_Fotor.jpg

Liturinn sem við völdum á veggina heitir Blágrýti og er frá Slippfélaginu.

IMG_4031_Fotor.jpg
Rúmföt og rúmteppi frá Lín Design, náttborð úr Söstrene Grene og lampar úr IKEA

Ég elska þennan lit! Hann gerir herbergið svo kósý og dökkt en mér finnst hann samt vera svo hlýr og umvefja mann þegar maður er inni í herberginu.

Við hjónin erum sammála um það að við sofum mun betur í herberginu með þessum dökka lit heldur en þeim gráa sem var áður, samt sem áður fannst okkur sá litur mjög fallegur líka. Það skapast bara önnur stemming í herberginu með svona dökkum lit, rólegt og notalegt er það fyrsta sem kemur upp í hugann.

IMG_4020_Fotor

Plöntur gera alltaf eitthvað gott og ég ákvað að vera með eina Friðarlilju inni í herberginu. Það er einhver falleg ró yfir henni og hún passar mjög vel inn í herbergið.

IMG_4042_Fotor.jpg
Viðarbakkinn er úr H&M HOME og hvíti vaðfuglinn er hönnun eftir Normann Copenhagen

IMG_4039_Fotor.jpg

Þegar ég fór í framkvæmdina var ég alltaf ákveðin í því að hafa þennan fallega stól í svefnherberginu. Hann er hönnun eftir Svein Kjarval og hefur verið í fjölskyldunni í mjög mörg ár. Amma mín og afi áttu hann og hann minnir mig alltaf á góðar stundir á þeirra heimili í minni barnæsku og mér þykir afskaplega vænt um hann.

IMG_4035_Fotor

Það er alltaf svo skemmtilegt þegar manni finnst hafa tekist vel til við svona breytingar, en ég hef oft lent í því að sjá eitthvað fyrir mér og svo þegar ég er búin að framkvæma var það kannski alls ekki eins og ég hafði hugsað mér og það er ekkert alltaf gaman að þurfa að breyta aftur eða vera aldrei alveg ánægð með útkomuna.

IMG_4061

En þessar breytingar eru nákvæmlega eins og ég hafði séð þær fyrir mér og eiginlega bara mun fallegri en ég þorði að vona. Ég er svo alsæl með þetta að ég vil helst ekki fara fram úr rúminu á morgnanna en svo stekk ég á fætur því ég er svo spennt að búa fallega um rúmið og raða púðunum!

Já það hefur aldrei verið í uppáhaldi hjá mér að búa um rúmið, en núna…..mamma mía ég get dundað mér endalaust við það að gera mismunandi úrfærslur og raða púðunum á mismunandi hátt….ég er aðeins búin að hlæja af sjálfri mér síðustu daga, ég skal alveg viðurkenna það. Það er bara mun skemmtilegra að búa um rúmið þegar maður á falleg rúmföt og já ég skal líka viðurkenna það að ég er mikill sökker fyrir fallegum og vönduðum rúmfötum. En ef það flokkast sem veikleiki þá held ég að ég sé bara nokkuð sátt við hann….ég er nú þegar búin að velja annað sett frá Lín Design sem fer á draumalistann…kannski fyrir jólin, hver veit!

IMG_3988_Fotor.jpg

Ég ætla að gera nýja færslu á allra næstu dögum með myndum af fataskápunum sem við lökkuðum, en ég er virkilega ánægð með útkomuna á fataskápunum og mun deila því með ykkur hvernig ferlið var og sýna ykkur fyrir og eftir myndir af þeim.

Ég vona að þið hafið haft gaman af innlitinu og takk fyrir að lesa, ef ég ætti ekki svona frábæra fylgjendur og lesendur á blogginu þá væri lítið gaman af því að deila myndum og mínum hugleiðingum.

Takk fyrir mig!

Undirskrift Bjargey

 

Leave a Reply

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s